Paralipomenon

Sú Fyrsta kroníkubókin

I.

Adam, Set, Enos, Kainan, Mahelaleel, Jared, Henok, Metúsala, Lamek, Noe, Sem, Kam, Jafet. [

Synir Jafet eru þessir: Gómer, Magóg, Madaí, Javan, Túbal, Mesek og Tíras. [ Synir Gómer eru þessir: Askenas, Rífat, Tógarma. En synir Javan voru þessir: Elísa, Tarsisa, Kitím, Dódaním.

Synir Kam voru þessir: [ Kús, Mísraím, Pút og Kanaan. En synir Kús eru Seba, Hevíla, Sabta, Ragema, Sabteka. Synir Ragema eru Skeba og Dedan. Kús gat Nimrod, hann tók til að verða megtugur á jörðunni. [ Mísraím gat Lúdím, Anamím, Lehabím, Naftúhím, Patrúsím, Kaslúhím af hverjum Filistím og Kaftórím eru komnir. Og Kanaan gat Sídon sinn hinn fyrsta son, Het, Jebusij, Amorij, Gilgosi, Hevi, Archi, Simi, Arvadi, Zemari og Hemathi.

Synir Sem eru þessir: Elam, Assúr, Arpaksad, Lúd, Aram, Ús, Húl, Geter og Masek. [ Og Arpaksad gat Sala. Sala gat Eber. [ En Eber gat tvo syni og hét sá fyrri Peleg því að jörðin skiptist í hans tíð og hans bróðir hét Jaktan. En Jaktan gat Almódat, Salef, Hasarmavet, Jara, Hadóram, Úsal, Diklag, Ebal, Abímael, Skeba, Ófír, Hevíla og Jóbab. Þessir eru allir synir Jaktan. Sem, Arpaksad, Sala, Eber, Peleg, Regú, Serúg, Nahor, Tara og Abram hver að er Abraham.

En synir Abrahams eru þeir Ísak og Ísmael. [ Og þessi er þeirra ættkvísl: [ Fyrsti son Ísmael var Nebajót, Kedar, Abdeel, Míbsam, Misma, Dúma, Masa, Hadad, Tema, Jetúr, Nafis, Kedma. Þessir allir voru synir Ísmael. En synir Kethure, frillu Abraham, eru þessir: [ Hún fæddi Símram, Jaksan, Medan, Madían, Jisbak og Súa. Og synir Jaksan voru Skeba og Dedan. En synir Midían voru Efa, Efer, Enok, Abída og Eldaa. Þessir allir eru synir Keture.

Abraham gat Ísak. En synir Ísak voru þeir Esaú og Ísrael. [ En synir Esaú voru Elífas, Regúel, Jeús, Jaelan og Kóra. [ Synir Elífas voru Teman, Ómar, Sefí, Gaetam, Kenas, Timna og Amalek. Synir Regúel voru Nahat, Sera, Samma, Misa.

Synir Seír eru Lótan, Sóbal, Síbeon, Ana, Díson, Eser og Dísan. [ Synir Lótan eru Góri, Hómam og Timna var systir Lótan. Synir Sóbal voru Alean, Manahat, Ebal, Sefí, Ónam.

Synir Síbeon voru Aja og Ana. Son Ana: Díson. Synir Díson voru Hamram, Esban, Jetran og Kran. Synir Eser voru Bilan, Sahevan og Jaekan. Synir Dísan voru Ús og Aram.

En þessir eru þeir kóngar sem ríkt hafa í landi Edóm áður en nokkur kóngur ríkti á meðal Ísraelssona: [ Bela son Beór og hans staður hét Dínhaba. En sem Bela andaðist þá varð Jóbas son Sera af Basra kóngur í hans stað. En sem Jóbab andaðist þá varð Húsam af landi Thamniter kóngur í hans stað. En sem Húsam var dauður þá varð Hadad son Bedad kóngur í hans stað hver að sló þá Madianiter í landinu Moabitarum og hans staður hét Avít. En sem Hadad andaðist þá varð Samla af Masrek kóngur eftir hann. Sem Samla deyði þá varð Saul af Rehóbót hjá vatninu kóngur í hans stað. En sem Saul deyði þá tók kóngdóm Baal Hanan son Akbor eftir hann. Sem Baal Hanan var dauður þá varð Hadad kóngur í hans stað og hans staður hét Pagí en hans kvinna hét Mehetabeel, dóttir Madret, dóttur Mesahab.

En sem Hadad deyði þá urðu hertugar í Edóm: Sá hertugi Timna, hertugi Alía, hertugi Jetet, hertugi Ahalíbama, hertugi Ela, hertugi Pínon, hertugi Kenas, hertugi Teman, hertugi Mibsar, hertugi Magdeel, hertugi Íran. [ Þessir voru hertugar í Edóm.