Þegar eð þú sér þíns bróðurs naut eða sauð fara villt þá skalt þú ekki ganga fram hjá því heldur skalt þú leiða það aftur til þíns bróðurs. [ En nær eð þinn bróðir er ekki nærri þér og þú þekkir hann ekki þá skalt þú taka það í þitt hús og halda því so lengi hjá þér þangað til að þinn bróðir kemur og leitar eftir því so að þú kunnir þá að fá honum það aftur. So skalt þú gjöra við hans asna, við hans klæðnað og við allt það sem týnt er sem þinn bróðir hann týnir og finnur þú það. Þú mátt ekki draga dulur á það.

Ef að þú sér að þíns bróðurs asni eða naut er dottið um koll á veginum þá skalt þú ekki draga þig í hlé heldur skaltu hjálpa honum upp á fætur.

Ein kvinna skal ekki bera kallmanns verju og kallmaður skal ekki færa sig í konuföt því að hann sem það gjörir er ein svívirðing fyrir Drottni Guði þínum.

Nær eð þú finnur eitt fuglahreiður á veginum, upp í einhverju trénu eður á jörðunni, með ungum eður með eggjum og það móðurin situr á ungunum eður eggjunum, þá skalt þú ekki taka móðurina með ungunum heldur skaltu láta móðurina burtfljúga og taka ungana so að þér megi vel vegna og lengi lifa.

Nær eð þú uppbyggir eitt nýtt hús þá gjör þér karma um kring upp á þínu þaki so að þú hlaðir ekki neinu blóði yfir þitt hús ef að nokkur fellur þar ofan af.

Þú skalt ekki sá þinn víngarð með margháttuðu sæði að þú ekki heilagt gjörir svoddan sæði til einnrar uppfyllingar sem þú hefur niðursáð hjá víngarðsins innkomu. [ Þú skalt ekki erja með einu nauti og einum asna til samans. Þú skalt ekki færa þig í þau föt sem gjörð eru út af ullu og líni til samans. Þú skalt gjöra þér fald á þeim fjórum löfum þinnar skikkju sem þú skýlir þér með.

Nær eð nokkur maður fær sér eignarkonu og verður hann henni reiður síðan hann hefur legið hjá henni og leggur henni skömm til og kemur henni út í eitt vondslegt rykti og segir: „Þessa konu tók ég mér og þá ég lagði mig hjá henni þá fann ég að hún var ekki meyja“ þá skal faðir og móðir þeirrar sömu konu taka hana og leiða hana inn fyrir öldungana í staðarportinu og sýna hennar meydómsmerki. [ Þá skal faðirinn þeirrar sömu kvinnu segja til öldunganna: „Ég gaf þessum manni mína dóttir til eignarkonu. Nú er hann orðinn henni reiður og leggur henni eina skemmilega sök til og segir: Ég hefi ekki fundið þína dóttir mey vera. Hér eru þessarar minnar dóttur meydómsmerki.“ So skulu þeir breiða klæðin út fyrir öldungum staðarins. Þá skulu öldungarnir af staðnum taka þann mann og refsa honum og skatta af honum hundrað silfurpeninga og gefa þá föðurnum þeirrar sömu kvinnunar, fyrir það hann hefur órykti gjört einni jungfrú í Ísrael og hann skal hafa hana til eignarkonu so að hann má ekki yfirgefa hana um alla sína lífdaga.

En eru að sannindi að kvinnan fannst ekki að vera mey þá skulu þér leiða hana út fyrir dyrnar hennars föðurs húsa og fólkið í staðnum skal grýta hana til heljar, af því að hún gjörði svoddan heimsku þar í Ísrael og drýgði hóran í síns föðurs húsi. Og þú skalt í burt taka svoddan vondskap frá þér.

Ef að nokkur finnst með því að hann liggur hjá þeirri konu sem hefur sinn eignarmann þá skulu þau bæði deyja, maðurinn og konan sem hann hefur hjá legið, og þú skalt í burt taka það vonda af Ísrael. [

Ef að ein jungfrú er trúlofuð nokkrum og einn maður hittir hana í staðnum og liggur hjá henni þá skulu þér leiða þau bæði út fyrir portin staðarins og grýta þau bæði til heljar, meyna af því að hún kallaði ekki fyrst að hún var innan staðar og manninn af því að hann skammaði festarkonu síns náunga. [ Og þú skalt í burt taka það vonda frá þér.

Ef að nokkur hittir eina trúlofaða mey út á akrinum og tekur hana með valdi og liggur hjá henni þá skal maðurinn aðeins deyja sem hjá henni lá. En meyjunni skaltu ekki mein gjöra því að hún gjörði öngva þá synd sem dauða er verð, heldur so sem þá einhver setur sig upp á móti sínum náunga og slær hann í hel, eins líka er þetta því að hann hitti hana út á akurlöndunum og sú hin trúlofaða meyjan kallaði og þar var enginn sem hjálpaði henni.

Nær eð einhver hittir þá mey sem ekki er trúlofuð og tekur hana og liggur hjá henni og það verður uppvíst um hann þá skal sá sem lá hjá henni gefa föður hennar timmtígi siclos silfurs og hafa hana síðan til eiginkonu því að hann vanvirti hana. [ Hann má og ekki yfirgefa hana um alla sína lífdaga. Enginn skal taka síns föðurs húsfreyju og uppfletti ekki síns föðurs hylmingu.