L.

Guð voldugur Drottinn hann talar og kallar veröldina í frá uppruna sólarinnar allt til hennar niðurgöngu.

Út af Síon byrjast fyrst sá fegurðargeislinn Guðs.

Vor Guð hann kemur og þegir ekki, brennandi eldur gengur fyrir hans augsýn og í kringum hann mikill stormvindur.

Hann kallar himininn og jörðina það hann [ dæmi sitt fólk:

„Samansafni þér mínum heilögum, þeir eð meir halda út af sáttmálanum en fórnfæringunum.“

Og himnarnir munu kunngjöra hans réttlæti því að Guð er dómarinn. Sela.

„Heyr þú, fólk mitt, lát mig tala, Ísrael, láttu mig votta þér það: Eg Guð em þinn Guð.

Fyrir þína fórnfæringa sakir ávíta eg þig ekki því að þínar brennifórnir eru jafnan fyrir minni augsýn.

Ei vil eg hafa uxa af þínu húsi né kjarnhafra út af stalli þínum.

Því að dýrin öll í skógunum eru mín og kvikféð á fjöllunum þar eð það gengur þúsundum til samans.

Allt fuglakyn á fjöllunum þá þekki eg og alls kyns fénaður í högunum er fyrir mér.

Ef eg er hungraður þá þarf eg þér ei þar af að segja því að jarðarkringlan er mín og allt hvað þar er inni.

Hvert þenkir þú að eg vilji uxakjöt eta eður hafrablóð drekka?

Offra þú Guði lofgjörðinni og gjald Hinum hæsta þín [ heit.

Ákalla mig í neyðinni, þá mun eg frelsa þig og þú skalt heiðra mig.“

En til hins óguðhrædda segir Guð: „Hvar fyrir kunngjörir þú mínar réttlætingar og tekur minn sáttmála þér í munn

þar eð þú hatar ráðningina og fleygir mínum orðum á bak þér aftur?

Nær eð þú sér þjófinn þá hleypur þú með honum og leggur þitt samlag með hórdómsmönnum.

Þinn munn lætur þú tala illt og þín tunga mælir flærð.

Þú situr og talar í móti þínum bróður, syni þinnar móður honum bakmælir þú.

Þetta gjörir þú og eg þegi, þar fyri meinar þú það eg mun líkur þér. En eg vil straffa þig og eg vil setja þér það fyrir sjónir.

Hyggið að þessu, þér sem Guði gleymið, svo að eg í burt svipti yður ekki eitt sinn og að þar sé þá enginn frelsari lengur.

Hver eð þakklætinu offrar, hann heiðrar mig og það er sá vegurinn hvern að eg vísa þér, það Guðs hjálpræðið.“