III.

En sem sá hinn sjöundi mánuður var kominn og Israelissynir voru í sínum stöðum kom fólkið til samans í Jerúsalem so sem einn maður. Og Jesúa son Jósedek og hans bræður kennimennirnir tóku sig upp og Sóróbabel son Sealtíel og hans bræður og byggðu Ísraels Guðs altari til að offra brennifórnum þar yfir so sem það stendur skrifað í Móse guðsmanns lögmáli. [ Og þeir tilreiddu altarið á sínum grundvelli (því þar var ein hræðsla á millum þeirra sökum fólksins í landinu) og þeir offruðu Drottni brennioffur yfir því kveld og morna. Og þeir héldu laufskálahátíð eftir því sem skrifað stóð og færðu brennioffur hvern dag eftir talinu svo sem tilheyrði, hvern dag sitt offur. [ Því næst þær daglegu brennifórnir og nýju mánuði og alla Drottins hátíðisdaga sem að heilagir voru og allsháttaðar sjálfviljugar fórnir sem þeir færðu Drottni af sínum frjálsa vilja. Á þeim fyrsta degi í þeim sjöunda mánuði tóku þeir til að færa Guði brennifórnir. En grundvöllur Guðs musteris var þá ekki enn lagður. Og þeir gáfu steinhöggvurum og trésmiðum mat og drykk og viðmsjör og þeim í Sídon og Tyro að þeir skyldu flytja sedrusviðu af Líbanon yfir hafið til Joppen eftir bífalning Cyri kóngs í Persia.

Á öðru ári eftir það að þeir komu til Guðs húss í Jerúsalem, í þeim öðrum mánaði, þá upphóf Sóróbabel son Sealtíel og Jesúa son Jósedek og hinir aðrir af þeirra bræðrum, prestar og Levítar og allir þeir sem komnir voru úr herleiðinguni til Jerúsalem, og skipuðu til Levítana frá tuttugu árum og þar yfir að þeir skyldu framfylgja verklaginu í Drottins húsi. Og Jesúa stóð með sínum sonum og bræðrum og Kadmíel með sínum sonum og synir Júda sem einn maður að framfylgja arfiðinu á Guðs húsi, sem var synir Henadad með þeirra sonum og þeirra bræðrum Levítunum. Nú sem byggingameistararnir lögðu grundvöllinn til Guðs musteris þá stóðu prestarnir skrýddir með trametum og Levítarnir, synir Assaf, með cymbalis og lofuðu Drottin með Davíðs Ísraelskóngs diktum og sungu til samans með hymnum og lofsöngvum Drottins að hann er góður og hans miskunnsemi varir ævinlega yfir Ísrael. [ Og alt fólkið kallaði hátt og lofaði Drottin að Guðs húss grundvöllur var lagður. En margir af þeim gömlu prestum og Levítum og þeim yppustu feðrum sem séð höfðu það fyrra húsið og að húsið var lagt með grundvelli fyrir þeirra augum, þá grétu þeir hárri röddu. En margir aðrir kölluðu upp af fögnuði so að menn gátu ekki greint á milli fagnaðarkallsins fyrir gráti fólksins. Því að fólkið hljóðaði so hátt að þeirra kall heyrðist langan veg.