XLVII.

Sálmur sona Kóra að syngja fyrir

Hafið lófatak, allar þjóðir, og syngið hátt lof Guði með gleðilegri raustu!

Því að sá hinn hæðsti Drottinn hann er ógurlegur, einn mikilsháttar konungur yfir allri jarðarkringlunni.

Hann mun fólkið undir oss leggja og þjóðirnar undir vora fætur.

Hann útvelur oss til sinnar arfleifðar, vegsemdina Jakobs hvern hann elskar. Sela.

Guð hann stígur upp með hávum fagnaðarsöng og Drottinn með skærri lúðrarraust.

Syngið lof, syngið lof Guði, syngið lof, syngið lof vorum konungi.

Því að Guð hann er konungur á öllu jarðríki. Syngið honum lof [ forsjálegana.

Guð er konungur yfir heiðingjunum, Guð hann situr á sínum heilaga veldisstóli.

Höfðingjarnir þjóðanna eru samansafnaðir til fólksins Guðs Abrahams því að Guð hann er mjög upphafinn hjá [ skildunum jarðarinnar.