CXLVIII.

Halelúja.

Lofi þér, himnarnir, Drottin, lofið hann í upphæðunum,

lofið hann, allir hans englar, lofið hann, allur hans her,

lofið hann, sól og tungl, lofið hann, allar lýsandi stjörnur,

lofið hann, þér himnarnir alla vegna og vötnin þau sem uppi eru yfir himninum. [

Lofi þau nafnið Drottins því þá eð hann býður verður það skapað.

Hann ræður þeim um aldur og að eilífu, hann setur þeim takmark so að þau hljóta ekki annað að ganga.

Lofið Drottin á jörðu, þér hvalfiskar og öll undirdjúpin,

eldur, hagl, snjór og úði, stormvindar, þér sem hans orðum til [ vegar komið,

fjöllin og allir hálsar, frjófsöm tré og alls kyns sedrusviðir,

skógdýrin og alls kyns fénaður, skriðkvikindin og fljúgandi fuglar,

þér kóngar jarðarinnar og allt fólkið, höfðingjarnir og allir dómendur á jörðu,

yngismennirnir og meyjarnir, gamlir menn með þeim ungu

skulu lofa nafnið Drottins því að hans nafn alleinasta er háleitt, hans lof breiðist so vítt út sem himinn og jörð er.

Og hann upphefur hornið síns fólks, allir hans heilagir eiga hann að lofa, Ísraelssynir, það fólkið er honum þjónar. Halelúja.