Og ef að þú ert Drottins Guðs þíns raust hlýðugur so að þú heldur og gjörir öll hans boðorð sem ég býð þér í dag þá mun Drottinn Guð þinn gjöra þig æðstan allra þjóða á jarðríki. [ Og allar þessar blessanir munu þá yfir þig koma og höndla þig af því að þú hefur verið Drottins Guðs þíns raust hlýðugur: Blessaður muntu vera í borginni, blessaður á akrinum. Blessaður mun vera ávöxturinn þíns kviðar, þinnar jarðar ávöxtur og þíns fénaðar ávöxtur, þinna nauta ávöxtur og þinna sauða ávöxtur. Blessuð mun vera þín hirsla og þínar afgangsleifar. Blessaður muntu vera í þínum inngangi og blessaður munt þú vera í þínum útgangi.

Og Drottinn hann mun niðurslá þína óvini fyrir þér sem setja sig upp á móti þér. Um einn veg skulu þeir draga út á móti þér en um sjö vegana skulu þeir flýja fyrir þér. Drottinn hann mun bjóða blessaninni að hún skuli vera hjá þér í þínu matarhúsi og í öllu því sem þú ásetur þér og hann mun blessa þig í því landinu sem Drottinn Guð mun gefa þér.

Drottinn mun upphefja þig sér til eins heilags fólks svo sem það hann hefur svarið þér, af því að þú heldur Drottins Guðs þíns boðorð og gengur á hans vegum. So að allt fólkið á jörðu skal sjá að þú ert nefndur eftir Drottins nafni og þeir skulu óttaslegnir vera fyrir þér. Og Drottinn hann mun gefa þér yfirgnæfanlega nógleg auðæfi, bæði af þínum sjálfs lífsins ávexti og af ávexti fénaðarins og af ávexti akursins, á því landinu sem Drottinn Guð þinn sór þínum forfeðrum að gefa þér.

Og Drottinn mun upplúka sínum góða fésjóð himninum til að gefa þínu landi regn á sínum tíma og blessa öll þín handaverk. Og þú skalt lána mörgu fólki og af öngvum skalt þú lán taka. Og Drottinn mun gjöra þig að höfðinu og ekki að halanum og þú skalt alltíð yfir vera og ekki undirliggja, af því að þú ert Drottins Guðs þíns boðorðum hlýðugur sem ég býð þér í dag að halda og gjöra þau og að þú víkir ekki í frá neinum þessum orðum sem ég býð þér í dag, hverki til hægri né vinstri handar, að þú gangir eftir annarlegum guðum til að þjóna þeim.

En ef þú hlýðir ekki raustinni Drottins Guðs þíns að halda og gjöra eftir hans boðorðum og réttindum sem ég býð þér í dag þá skulu allar þessar bölvanir koma yfir þig og höndla þig. [ Bölvaður skalt þú í borginni vera, bölvaður á akrinum. Bölvöð skal þín hirsla vera hvar þínar afgangsleifar eru í. Bölvaður skal þinn lífsins ávöxtur vera, þinn jarðarávöxtur, þíns fénaðar ávöxtur og þinna sauða. Bölvaður skalt þú vera nær eð þú gengur inn, bölvaður nær þú gengur út. [

Drottinn mun senda þín á meðal slys og ógæfu og óráð í öllu því sem þú tekur þér fyrir hendur að gjöra þangað til að hann foreyðir þér og að þú fyrirfarist snarlega fyrir þinna illgjörða sakir það þú hefur yfirgefið mig. Drottinn mun láta drepsótt yfir þig koma þangað til að hann foreyðir þér í því landinu sem þú fer til að eignast. Drottinn mun slá þig með bólgu, köldusótt, hita, bruna, þurrk og banaveðráttu, gulusótt, og hann mun ofsækja þig þangað til hann fyrirkemur þér.

Þinn himin sem upp yfir þinu höfði er skal vera sem kopar og jörðin undir þér sem járn. Drottinn mun gefa þínu landi ryk og ösku fyrir regn af himni þangað til að hann fær þig í eyðilagt. Drottinn mun slá þig fyrir þínum óvinum. Um einn veginn skalt þú útfara í móti þeim en um sjö vegina skalt þú flýja fyrir þeim og þú skalt útdreifast um aull kóngaríkin á jörðu. Þinn líkami skal blífa öllum fuglum loftsins og öllum dýrum jarðarinnar til fæðis og þar skal enginn sá vera sem þau í burtrekur.

Drottinn mun slá þig með egypskum illskukýlum og bakhlutsins saurindum með vosi og kláða sem ei skal verða læknað. Drottinn mun slá þig með ráðleysu, blindleika og með hjartans sinnuleysi og þú skalt fálma um miðdegið so sem blindur maður fálmar í myrkri og þú skalt öngri gæfu stýra í þínum vegum. [

Þú skalt hljóta að líða ofríki og yfirgang alla þína lífdaga og enginn skal þér hjálpa. Þú munt fá þér konu til eignar og einn annar mun sofa hjá henni. Þú munt uppbyggja eitt hús en þú skalt ekki búa þar inni. Þú munt planta einn víngarð en þú skalt ekki gjöra hann almennilegan. Þínir uxar skulu slátraðir vera fyrir augum þér en þú skalt ekki neitt fá að eta þar af. Þinn asni skal í burttekinn vera frá þér ásjáanda og skal ekki gefast þér aftur. Þínir sauðir skulu gefast þínum óvinum og enginn skal þér til hjálpar koma.

Þínir synir og dætur skulu gefast annarlegu fólki og þín augu skulu sjá þar upp á og daglegana af því döpur verða. Og þar skal enginn dugur vera í þínum höndum. Þíns lands ávöxt og allt þitt erfiði skal það fólk uppeta sem þú þekkir ekki og þú skalt líða rangindi og vera niðurþrykktur alla þína lífdaga. Og þú skalt vera sinnulaus út af því sem þín augu hljóta að sjá.

Drottinn mun slá þig með illum graftarsárum á knén og fótleggina so að þú munt ekki græddur verða, í frá hvirfli og allt til ilja.

Drottinn mun útdrífa þig og þinn konung sem þú setur yfir þig í burt til þess fólks sem hverki þú né þínir forfeður hafa þekkt og þar munt þú þjóna annarlegum guðum, stokkum og steinum. Og þú munt verða að undran og að einu almennilegu orðtæki og háðungu á meðal alls þess fólksins sem Drottinn í burt drífur þig til.

Mikið kornfæði skalt þú útfæra á akurlöndin en litlu skalt þú inn aftur safna því engisprettur skulu uppéta það. [ Þú skalt planta víngarð og yrkja hann en þú skalt ekki drekka eða samansafna víninu þar út af því að maðkar skulu foreyða því. Þú skalt halfa viðsmjörsviðartré innan allra þinna landamerkja en þú skalt þó ekki smyrja þig með því sama viðsmjöri því að þín oleutré skulu upprætast. Þú munt geta syni og dætur en ekki njóta þeirra því að þau skulu herteki í burt verða. Öll þín aldintré og ávöxtu landsins skulu illskumaðkar uppéta. Hinn útlenski sem er hjá þér skal ganga upp yfir þig og æðri vera en þú en þú skalt lúta verða og ætíð undirliggja. Hann mun lána þér en þú munt ekki lána honum. Hann mun höfuðið vera en þú halinn.

Og allar þessar bölvanir skulu koma yfir þig og ofsækja þig og höndla þig þangað til að þú verður afmáður, af því að þú hlýddir ekki raustinni Drottins Guðs þíns að þú héldir hans boðorð og réttindi sem hann hefur boðið þér. [ Þar fyrir skulu teikn og fádæmi vera á þér og þínu sæði ævinlegana af því að þú þjónaðir ekki Drottni Guði þínum með hjartans gleði og unaðsemd þá eð þú hafðir alls kyns nægtir. Og þar fyrir skalt þú þjóna þínum óvin sem Drottinn Guð þinn mun senda þér með hungri og þosta, fatleysi og alls kyns vesöld. Og hann skal leggja eitt járnok á þinn háls þangað til hann afmáir þig.

Drottinn mun leiða eitt fólk yfir þig úr fjarlægum stöðum allt í frá veraldarinnar enda sem einn örn fljúgi, hverra tungumál er þú skilur ekki, eitt grimmlegt fólk það sem ekki skeytir manngrein hins aldraða og ekki vægir hinum unga. [ Og það skal foreyða ávextinum þíns fénaðar og þíns lands ávexti þangað til að það foreyðir þér. Og það mun ekki láta þér neitt eftir vera, hverki af korni eður víni eður viðsmjöri, eigi heldur neitt grand af fénaðarins ávexti, þangað til það í eyðileggur þig. Og þeir skulu þér angist gjöra í öllum þínum portdyrum þangað til að þeir niðurbrjóta þína háva og rammbyggða múrveggi sem þú treystir upp á í öllu þínu land. Og að þér skal þrengt verða innan allra þinna borgarhliða í öllu þínu landi sem Drottinn Guð þinn hefur gefið þér.

Þú munt eta þinn lífsins ávöxt af þínum sonum og dætrum sem Drottinn Guð þinn hefur gefið þér út í þeirri angist og ánauð sem þínir óvinir skulu þvinga þig með, so að sá maður sem áður hefur lifað í miklu sællífi og kræsingum hjá yður skal ekki vilja unna sínum bróðir og sinni húsfreyju sem í hans faðmi liggur og þeim sínum syni sem eftir er af hans sonum að hann gefi nokkrum af þeim af sínu sonarkjöti að eta, af því að honum hefur ekki neitt eftirlátið verið af öllu sínu góssi í þeirri angist og ánauð sem þinn óvin skal þvinga þig með innan allra þinna staðardyra. [

Sú kvinna á meðal yðar sem áður hefur verið sællíf og lifað mjög kræsilega hjá yður so hún hefur ekki reynt að stíga sínum fæti á bera jörð fyrir sællífisins og vellystingarinnar sakir, hún skal ekki vilja gefa sínum bónda sem á hennar armi liggur og sínum syni og sinni dóttir af þeirri [ barnfylgjunni sem út er gengin af hennar sjálfs eiginlegum kviði og eigi heldur af því barninu sem hún fæddi. Því að hún mun heimuglega eta það sama fyrir alls kyns vesöldar sakir út í þeirri angist og nauð sem þínir óvinir skulu þvinga þig með innan þinna portdyra.

Utan so sé að þú haldir og gjörir eftir öllum þeim orðum i þessu lögmáli sem skrifuð eru í þessari bók so að þú óttist það hið dýrðarsamlega og hið hræðilega nafnið Drottins Guðs þíns, þá mun Drottinn furðulega breyta við þig, með sóttarplágum yfir þig og þitt sæði, með stórum langgæðum sóttarplágum, með vondum og langsamlegum krankdæmum. [ Og hann mun snúa til þín öllum þeim egypskum sjúkdómi fyrir hverjum að þú kvíðir helst og hann mun þér viðloðandi verða. Og þar að auk öll þau krankdæmi og sóttarfelli sem ekki eru skrifuð í þesari lögbók, þa mun Drottinn láta koma yfir þig þangað til að þú foreyðist. Og þar skal ekki vera margt fólk eftir af yður, þér sem áður hafið verið so margir sem stjörnur á himni, af því að þú hlýddir ekki raustinni Drottins Guðs þíns.

Og líka sem það að Drottinn gladdi sig áður yfir yður að hann gjörði yður til góða og fjölgaði yður, eins líka mun hann þá og gleðja sig yfir yður að hann kunni að fordjarfa og í eyðileggja yður. Og þér munuð útreknir verða af því landinu sem nú fer þú til að eignast. Drottinn mun í burtdreifa þér á meðal alls fólks, í frá einum enda veraldarinnar til hins annars, og þar munt þú þjóna annarlegum guðum sem hverki þú né þínir feður hafa þekkt, stokkum og steinum.

Þar til skaltu ekki neitt eiginlegt aðsetur hafa á meðal þess sama fólks. Og þínir fætur skulu þar öngva hvíld hafa því að Drottinn mun gefa þér í þeim sama stað eitt skjálfanda hjarta og döpur augu og eina duglausa sálu so að þitt eigið líf skal drjúpa niður fyrir þér sjálfum. Þú skalt óttablandinn vera bæði nótt og dag og ekki óhræddur vera um þitt líf. Á mornana muntu segja: ,,Æ nei, mætta eg nú lifa til kvelds” en á kveldin muntu segja: ,,Æ nei, mætta eg lifa til morguns” út af mikilli hræðslu þíns hjarta sem þig mun skelfa og út af því hinu sama sem þú hlýtur að sjá með þínum augum.

Og Drottinn mun á skipum innflytja þig aftur í Egyptaland so að þann veginn sem eg hefi sagt þér af þá skulir þú ekki framar meir hann sjá. Og þar skulu þér seldir verða yðrum óvinum til þræla og ambátta og þar mun varla nokkur sá vera sem yður vilji kaupa.