X.

Eftir Abímelek tók Tóla sig upp að hjálpa Ísrael. [ Hann var af ætt Ísaskar, sonar Púa, sonar Dódó. Og hann bjó í Samír á fjallbyggðum Efraím og hann dæmdi Ísrael í þrjú og tuttugu ár. Hann andaðist og var grafinn í Samír.

Eftir hann uppreis sá maður sem hét Jaír, einn af Gíleað, og dæmdi Ísrael tvö og tuttugu ár. [ Hann átti þrjátígi sonu hverjir að riðu á þrjátíu asnafolum. Hann hafði og undir sér þrjátígi staði hverjir að kölluðust Jaírsþorp allt til þessa dags. Og Jaír dó og var grafinn í Kamón.

Israelissynir juku enn illskur sínar í augliti Drottins og þjónöðu Baalím og Astarót og þeim afguðum í Syria og þeim skúrgoðum í Sídon og Móabs guðum og Amónsona guðum og Filistearanna guðum og fyrirlétu Drottin og þjónuðu honum ekki. [ Af þessu uppkveiktist reiði Drottins yfir Ísrael svo að hann gaf þá undir hönd þeirra Philisteis og Amónsona. Og þeir þjáðu og þvinguðu Israelissonu í átján ár samfelld, einkum alla þá Israelissonu sem voru hinumegin Jórdanar í landi þeirra Amoreum sem að liggur í Gíleað. Þar með drógu Amónsynir yfir um Jórdan og herjuðu á Júda og Benjamín og á Efraíms hús svo að Israelis ættkvíslir þrengdust mjög þunglega.

Þá kölluðu Israelissynir til Drottins og sögðu: „Vér höfum misgjört í móti þér því að vér höfum yfirgefið vorn Guð en þjónað Baalím.“ Þá sagði Drottinn til Israelissona: „Hafa ekki Egyptar, þeir Amoriter, Amónsynir, þeir Filistear, þeir Zidoniter, þeir Amalekítar og Maoniter þvingað yður og eg hjálpaði yður af þeirra höndum þá þér kölluðuð til mín. Þó hafi þér samt sem áður yfirgefið mig og þjónað annarlegum guðum. Því vil eg ekki framarmeir hjálpa yður heldur farið og ákallið þá guði sem þér hafið útvalið yður. Látið þá hina sömu hjálpa yður í þessari yðar hryggðartíð.“ [

Þá sögðu Israelissynir til Drottins: „Vér höfum syndgast. Gjör það við oss sem þér er þægilegt en frelsa þú oss nú aðeins á þessari tíð.“ Og þeir köstuðu frá sér annarlegum guðum en hófu upp að þjóna Drottni. Og hann tók til hjarta Israelis ánauðir.

Og Amónsynir hrópuðu og settu herbúðir sínar í Gíleað. En Israelissynir söfnuðust saman og settu landtjöld í Mispa. Og þeir æðstu meðal fólksins í Gíleað sögðu hver til annars: „Hver sem fyrst vekur víg á Amónsonum sá skal vera höfðingi yfir öllum þeim sem búa í Gíleað.“