IX.

Þetta er sú byrðin af hverri Drottinn sagði yfir landið Hadrak og yfir Damascum upp á hvert það treystir (því Drottinn lítur yfir mennina og yfir allar Israelis ættir) og til Hamat sem er í nánd henni, yfir Tyrum og Sídon sem eru mjög klókar. [ Því að Tyrus uppbyggir kastala og safnar silfri sem sandi og gulli so sem saur á strætum. En sjáðu, Drottinn skal fordjarfa hana og slá hennar magt þá sem hún hefur upp á sjónum að hún skal vera so sem það sem uppbrennur fyrir eldi.

Nær Askalon sér það þá skal hún óttast og Gasa skal hafa mikla angist, þar til skal Ekron hrygg vera nær hún soddan sér. [ Því það skal hafa einn enda með kónginn af Gasa og menn skulu ekki búa í Askalon en útlenskir skulu búa í Asdód og eg vil í burt taka drambsemi þeirra Philisteis. Og eg vil þeirra blóð taka frá þeirra munni og þeirra svívirðingar frá þeirra tönnum so þeir skulu eftirblífa til handa vorum Guði og vera sem höfðingjar í Júda og Ekron so sem Jebúsítar. Og eg vil sjálfur vera herbúðir í kringum mitt hús so að þar skal ekki þörf gjörast að [ standa eður ganga fram eður aftur so að þeir drífararnir skulu ekki meir koma yfir þá. Því eg hefi nú séð til þeirra með mínum augum.

En þú dóttir Síon, gleð þig mjög, og þú dóttir Jerúsalem, fagna þú! Sjá þú, þinn kóngur kemur til þín, réttlátur og einn hjálpari og fátækur, ríðandi á einni ösnu og á einum ungum asnafola. [ Því að eg vil burt taka vagnana frá Efraím og víghesta frá Jerúsalem og stríðsbogarnir skulu í sundurbrotnir verða. Því að hann skal kenna frið á meðal heiðingjanna og hans ríki skal vera frá einu hafinu til annars og frá Vatninu inn til veraldarinnar enda.

Þú útleiðir fyrir blóð þíns sáttmála þína fangara út af gröfinni hvar ekkert vatn inni er. So snúið yður nú til yðar hins styrkva kastala, þér sem í voninni liggið fangaðir. Því að eg vil í dag kunngjöra það og bitala þér tvefalt. Því að eg hefi uppspannað Júda til eins boga og tilbúið Efraím. Og eg vil uppvekja þín börn, Síon, á meðal þinna barna, Grikkland, og eg vil gjöra þig sem sverð eins risa. [ Og Drottinn skal opinberast yfir þeim og hans örvar skulu út fara sem eldingar. Og Drottinn drottna skal blása í lúðra og hann skal framganga sem stormur úr suðri.

Drottinn Sebaót skal varðveita þá so að þeir eti og undir sig varpi með slöngusteini, að þeir drekki og skvaldri so sem af víni og fullir verði sem bikarar og so sem horn á altari. Og Drottinn þeirra Guð skal hjálpa þeim á þeirri tíð so sem sauðum síns fólks því helgir steinar skulu uppreisast í hans landi. [ En hvað hafa þeir gott fram yfir annað fólk eða hvað fegra en aðrir menn? Korn uppfæðir unga sveina og meyjarnar nýtt vín.