En Arons synir, Nadab og Abíhú, tóku hvor sitt glóðarker og lögðu eld þar í og lögðu reykelsi þar á og báru annarlegan eld fyrir Drottin, hvað hann hafði ekki boðið þeim. [ Þá kom þar eirn eldur frá Drottni og brenndi þá so þeir dóu fyrir Drottni. Þá sagði Móses til Aron: „Þetta er nú það sem Drottinn hefur sagt: Ég mun heilagur verða á þeim sem nálgast til mín og ég vil vera dýrðarlegur fyrir öllu fólki.“ Og Aron þagði.

En Móses kallaði Mísael og Elsafan, sem voru synir Úsíel, Arons föðurbróðurs, og hann sagði til þeirra: „Gangið fram og berið yðar bræður burt af helgidóminum, út fyrir herbúðirnar.“ [ Og þeir fóru til og báru þá út fyrir herbúðirnar, íklædda þeirra línkyrtlum, sem Móses hafði sagt.

Þá sagði Móses til Arons og hans sona, Eleasar og Ítamar: „Þið skuluð ekki ber gjöra yðar höfuð, eigi heldur í sundur rífa ykkar klæði, so þið deyið ekki og að það komi ekki reiði yfir allan söfnuðinn. Látið ykkar bræður af öllu Ísraelis húsi gráta yfir þessum bruna sem Drottinn hefur gjört. En þið skuluð ekki ganga út af vitnisburðarbúðardyrum, so þið skuluð ekki deyja, því að Drotins smurningaroleum er á yður.“ Og þeir gjörðu sem Móses bauð.

En Drottinn talaði við Aron og sagði: „Þú og þínir synir með þér skulu ekki drekka vín eða nokkurn annan áfengan drykk þá þér gangið í vitnisburðarbúðina, so þér skuluð ekki deyja. [ Það skal vera eirn eilífur réttur hjá öllum yðar eftirkomendum. So þér megið gjöra grein á millum þess sem er heilagt eða óheilagt og í millum þess hreina og óhreina, og að þér megið læra Ísraelissonu alla þá dóma sem Drottinn hefur boðið yður fyrir Mósen.“

Og Móses talaði við Aron og við hans sonu, Eleasar og Ítamar, sem eftir voru: „Takið það matoffur sem að leyfðist af Herrans offri og etið það ósýrt við altarið því það er allra helgasta. En þér skuluð eta það í einum helgum stað því það er þinn réttur og þinna sona réttur af Herrans offri því so er mér boðið. En veifunarbringuna og upplyftingarbóginn skaltu og þínir synir og þínar dætur með þér eta í einum hreinum stað því að þér og þínum sonum er soddan réttur gefinn af Ísraelsbarna þakklætisoffri. Því upplyftingarbóginn og veifunarbringuna og mörinn bera þeir fram svo því sé veifað til eirnrar veifunar fyrir Drottni. Því heyrir það þér og þínum sonum til með eilífum réttindum, svo sem Drottinn hefur boðið.“

Og Móses leitaði eftir hafrinum sem fórnfærður hafði verið til syndaoffurs og fann hann uppbrendan. Og hann varð reiður uppá Arons syni, Eleasar og Ítamar, þeir sem þá eftirlifðu, og sagði: „Því hafi þið ekki etið syndaoffrið á einum helgum stað því það er það allra helgasta? Og hann hefur gefið yður það að þér skuluð bera almúgans syndir so þér biðjið fyrir þeim fyrir Drottni. Sjáið, hans blóð er ekki komið inn í helgidóminn. Þér skylduð hafa etið hann í helgidóminum, svo sem mér er bífalað.“ En Aron sagði til Mósen: „Sjá, í dag hafa þeir offrað sínu syndaoffri og sínu brennioffri fyrir Drottni, en mig hefur hent sem þú sér. Og hefða ég etið af syndaoffrinu, mundi það hafa þóknast fyrri Drottni?“ En þá Móses það heyrði þá lét hann það so vera.