L.

Þetta er það orð sem Drottinn talaði við Jeremiam propheta á móti Babýlon og landinu þeirra Chaldeis. [ Kunngjörið það á meðal heiðinna þjóða og látið það víðfrægt verða, setjið upp merkið og látið það alkunnigt verða og byrgið það ekki niðri og segið: Babýlon er unnin, Bel stendur með skömm, Meródak er í sundurbrotinn, hennar afguðir standa með skömm og hennar skúrgoð eru sundurbrotin. Því að þar dregur eitt fólk upp af norðrinu á móti þeim sem þeirra land skal í eyðileggja so að enginn skal þar inni búa heldur skulu bæði menn og fénaður flýja í burt þaðan.

Á þeim dögum og á þeim sama tíma, segir Drottinn, skulu Ísraelsbörn með sonum Júda koma og fara hingað grátandi og leita Drottins Guðs þeirra. [ Þeir munu spyrja eftir veginum til Síon og snúa sér þangað: „Komið og nálægum oss til Drottins með einum eilíflegum sáttmála sem aldreigi mun forgleymdur verða.“ Því að mitt fólk er so sem ein glötuð hjörð, þeirra hirðarar hafa leitt þá afvega og látið þá villast á fjöllunum so að þeir gengu af fjöllunum ofan á þær hæðirnar og forgleymdu so sínum hjarðarhúsum. Allt hvað sem þá fann það uppsvelgdi þá og þeirra óvinir sögðu: „Vér gjörum það ekki óréttilega af því að þeir hafa syndgast á móti Drottni í byggingu réttlætisins og á móti þeim Drottni sem er vonin þeirra forfeðra.“

Flýið út af Babýlon og farið burt af Chaldeislandi og hegðið yður so sem kjarnhafrar fyrir hjörðinni. [ Því að sjá þú, eg vil uppkveikja mikinn flokk margra þjóða af því landinu í mót norðrinu og flytja það upp í mót Babýlon. Þeir skulu búa sig út á móti henni hverjir að hana skulu vinna. Hans skeyti eru sem eins öflugs bardagamanns sem ei fara á miss við. Og landið þeirra Chaldeis skal verða eitt herfang og allir þeir sem það ræna skulu þar nóg af fá, segir Drottinn, þar fyrir að þér gleðjið yður af því og hrósið yður um það að þér hafið rænt mína arfleifð og þér stukkuð upp sem feitir kálfar og rumduð við sem sterkir víghestar. [ Yðar móðir stendur með stórri skömm og hún sem yður hefur fætt er til háðungar vorðin. Sjá þú, á meðal þjóðanna er hún hin síðasta foreydd, visin og einmana. Því að fyrir sakir reiði Drottins hlýtur hún óbyggð og með öllu foreydd að vera so að allir þeir sem fram ganga um Babýlon skulu undrast það og blása með blístran að öllum hennar plágum.

Búið yður til, þér allar bogaskytturnar, utan um kring Babýlon. [ Skjótið að henni, sparið ekki skeytin, það hún hefur syndgað á móti Drottni. Gleðjið yður yfir henni, hún hlýtur að yfirgefa sig, hennar grundvellir eru fallnir, hennar múrveggir eru niðurbrotnir. Því að það er hefndin Drottins, hefnið yðar á henni, gjörið við hana so sem það hún hefur gjört. Afmáið bæði þann sem korninu sáir og hinn sem það upp vinnur af Babýlon svo að hver snúi sér til síns fólks og hver flýi í sitt land fyrir því sverðinu víkingsins.

Ísrael hlaut að vera ein sundurtvístruð hjörð sem leónin hafa í burt drifið. [ Fyrst upp át þá konungurinn af Assyria, þar næst kúgaði þá Nabúgodonosor konungurinn af Babýlon. Þar fyrir segir Drottinn Sebaót, Guð Ísraels so: Sjá þú, eg vil vitja heim konungsins af Babýlon og hans lands líka sem að eg hefi heim vitjað konungsins af Assyria. En Ísrael vil eg flytja heim aftur til síns heimkynnis so að þeir skulu sér fæðslu fá upp á Karmel og Basan og þeirra sálir skulu saddar verða upp á fjallinu Efraím og Gíleað. Á þeim sama tíma og á þeim dögum skal leitað vera að misgjörðum Ísraels, segir Drottinn, en þar munu öngvar til vera, og að syndum Júda og þar munu öngvar finnast því að eg vil fyrirgefa þær þeim sem eg læt eftir verða.

Drag upp í það land sem alla hefur hugmóðað, far upp þangað í móti þeim innbyggjurunum hverra vitjað skal verða. Eyðilegg og niðurdrep þeirra eftirkomendur, segir Drottinn, og gjör allt sem eg hefi boðið þér. Þar er eitt heróp í landinu og stór ánauð. Hvernin gengur það til að sá hamarinn allrar veraldarinnar er í sundurbrotinn og í sundursleginn? Hvernin kemur það til að Babýlon er so í eyði vorðin á meðal allra heiðinna þjóða? Eg hefi sett snörur fyrir þig, Babýlon, þar fyrir ertu einnin hertekin, áður en þig varði þess ert þú fundin og höndluð. Því að þú hefur stært þig í gegn Drottni og Drottinn hefur upplokið sinni hirslu og framborið vopnin sinnar reiði. Því að þessu hefur Drottinn, Drottinn Sebaót til vegar komið í landinu þeirra Chaldeis.

Komið hingað á móti henni út af yðstum endimörkum, lúkið upp hennar kornhúsum, kastið henni í eina hrúgu og foreyðið hana so að þar verði ekki neitt eftir. Drepið öll hennar börn og leiðið þau til höggstokksins. Vei þeim! Því að sá dagurinn er kominn þeirra vitjunartíma. Þar munu heyrast þeirra hljóð sem flýja og þeirra sem undan hafa komist úr landinu Babýlon so að þeir kunngjöri í Síon hefndina Drottins Guðs vors og þá hefndina hans musteris.

Kallið marga á móti Babýlon sem spanna bogana og leggið að henni alla vegana, þér allir bogaskytturnar, og látið öngvan þaðan komast. Gjaldið henni sem hún hefur verðskuldað til, gjörið við hana so sem það hún hefur gjört það hún hefur höndlað drambsamlega í gegn Drottni, Hinum heilaga í Ísrael. Fyrir það skulu hennar æskumenn falla á hennar strætum og allir hennar stríðsmenn skulu niðurslegnir þann sama tíma, segir Drottinn. Sjá þú, þú hin drambsama, eg vil til við þig, segir Drottinn, Drottinn Sebaót, því að þinn dagur er kominn, sá tíminn þinnar vitjunar. Þá skal sá hinn drambsami niður hrynja og falla so að enginn skal veita honum uppreisn. Eg vil setja eld í hans staði hver eð foreyða skal öllu því hvað í kringum hann er.

Sverðið skal koma, segir Drottinn, yfir þá Chaldeos og yfir þá innbyggjarana í Babýlon, yfir hennar höfðingja og yfir hennar spekinga. Sverðið skal koma yfir hennar spásagnarmenn so að þeir skulu að vitleysingum verða. Sverðið skal koma yfir hennar hina öflugu so að þeir skulu duglausir verða. Sverðið skal koma yfir hennar víghesta og vagna og yfir allan almúgann sem þar er inni so að þeir skulu verða sem konur. Sverðið skal koma yfir hennar féhirslur so að þær skulu sviptast. Þurrkurinn skal koma yfir hennar vatsföll so að þau skulu í burt þorna það það er eitt skúrgoðaland og hrósar sér út af sínum hræðilegum afguðum. Þar fyrir skulu og grimmleg dýr og hræfuglar þar inni búa og ungarnir strútsfuglanna og hún skal aldreigi meir byggð verða og enginn skal búa í henni héðan af um aldur og að eilífu, [ líka sem það Guð hefur kollkastað Sódóma og Gómorra meður þeirra nágrönnum, segir Drottinn, so þar skal enginn inni búa né nokkur maður þar inni hús hafa. [

Sjá þú, þar kemur fólk af norðrinu, margar heiðnar þjóðir og margir konungar skulu taka sig upp af endimörkum landsins sem hafa boga og skjöldu. Þeir eru grimmlegir og ómiskunnsamir, þeirra hljóð eru sem sjávarhljóð, þeir ríða á hestum tilbúnir sem bardagamenn á móti þér, þú dótturin Babýlon. Nær eð konungurinn af Babýlon heyrir þessi tíðindi þá mun hann láta hendur falla, honum skal so sárt og angursamt við það verða sem konu í barnsótt. Sjá þú, hann kemur upp hingað sem annað león í frá þeirri drambsömu Jórdan til þeirra hinna sterku híbýlanna því að eg vil láta hann snarlega þangað hlaupa. Og hver veit hver sá ungi maðurinn er sem eg vil útbúa á móti henni? [ Því hver er mér jafn? Hver vill kenna mér nokkuð? Og hver er sá hirðirinn sem standa kann á móti mér?

Svo heyrið nú ráðagjörðina Drottins þá sem hann hefur yfir Babýlon og hans hugsanir sem hann hefur yfir þeim innbyggjurunum í Chaldeislandi. Hvað skal gilda ef það hinir ungu hirðararnir skulu ekki draga þá út og foreyða þeirra bústaði? Og jörðin mun skjálfa út af því háreystinu og það mun víðfrægt verða meðal heiðinna þjóða nær eð Babýlon verður unnin.