Og Móses talaði við höfðingjana yfir ættkvíslum Ísraelissona og sagði: „Þetta er það sem Drottinn hefur boðið: Ef nokkur maður gjörir eitt heit fyrir Drottni eða sver einn eið að hann heitbindur sína sál, hann skal ekki bregða sín orð heldur skal hann gjöra allt so sem það framgekk af hans munni. [

Þegar ein kvenmanns persóna gjörir Drottni nokkuð heit og hún heitbindur sig á meðan hún er í síns föðurs húsi ein mey og hennar heit og lofan sem hún gjörir uppá sína sál kemur fyrir hennar föður og hann þegir þar við, þá gildir öll hennar lofan og so allt hennar heit sem hún hefur gjört uppá sína sál. En ef hennar faðir fyrirbýður henni það á þeim degi sem hann það heyrir þá gildir hverki heitið né sú heitstrenging með hverri hún hefur heitbundið sína sál. Og Drottinn mun vera henni náðugur fyrst að hennar faðir stóð þar í móti.

En eigi hún mann og hún hefur nokkuð heit á sér eða falli af hennar vörum nokkur heitlofun uppá hennar sál og hennar maður heyrir það og þegir um það á þeim sama degi þá gildir hennar lofan og heitstrenging sem hún hefur bundið uppá sína sál. En standi hennar maður þar í mót þann sama dag sem hann heyrir það þá er hennar heit laust sem hún hefur á sér og sú heitstrenging sem fram er gengin af hennar vörum uppá hennar sál. Og Drottinn mun vera henni miskunnsamur.

En hverju ein ekkja heitir eða sú frá manni er skilin og heitbindur sína sál með, það skal hún halda.

Nær nokkurs manns vinnuhjú heita eða lofa nokkru uppá sína sál með einum eiði og húsbóndinn heyrir það og þegir yfir því og stendur þar ekki í mót, þá skal það allt heit haldast og það allt sem þau hafa trúlofað uppá sína sál. [ En tali húsbóndinn þá í mót á sama degi sem hann það heyrir, þá dugir það ekki sem fram er gengið af þeirra vörum sem því lofuðu eða heitbundu sig uppá sína sál því húsbóndinn hefur rofið það. Og Drottinn skal vera þeim náðigur. Og öll heit og alla eiða sem bundnir eru líkamanum til þjáningar má húsbóndinn staðfesta eða rjúfa í soddan máta: Nær hann þegir þar um til annars dags þá staðfestir hann öll þeirra heit og trúlofanir sem þau hafa gjört, þar fyrir að hann þagði á þeim degi þá hann það heyrði. En rjúfi hann það þar eftir sem hann hefur það heyrt þá skal hann bera sökina.“

Þetta eru þær skikkanir sem Drottinn bauð Móse millum manns og kvinnu og millum föður og dóttur á meðan það hún er enn jungfrú í síns föðurs húsi.