Jakob bjó í því landi sem hans faðir hafði verið framandi, sem var í Kanaanslandi. Og þessi er Jakobs ættkvísl: Jósef var seytján ára gamall þá hann gætti hjarðar með sínum bræðrum. Og sveinninn var hjá sonum þeirra Bila og Silpa, síns föðurs kvinnum. Og hann sagði sínum föður frá þeirra vondu rykti.

Og Ísrael hafði Jósef kærara heldur en alla aðra sína sonu, því hann hafði getið hann í sinni elli og hann gjörði honum einn mislitan kyrtil. [ En er hans bræður sáu það að þeirra faðir elskaði hann meir en þá alla þá fengu þeir hatur til hans og gátu ei talað eitt vinsamlegt orð við hann.

Og það skeði eitt sinn að Jósef dreymdi einn draum og sagði hann sínum bræðrum. [ Þar af hötuðu þeir hann enn meir. Því hann sagði til þeirra: „Heyrið hvað mig hefur dreymt. Mér þótti að vér bundum byndini á akri og mitt byndini reisti sig upp og stóð en yðar byndini beygðu sig niður fyrir mínu byndini allt um kring.“ Þá svöruðu hans bræður honum: „Muntu þá eiga að verða vor kóngur og drottna yfir oss?“ Og þeir fengu enn meira hatur til hans bæði sökum hans draums og hans orða.

Eftir það dreymdi hann einn annan draum og sagði sínum bræðrum, segjandi: „Sjáið, mig dreymdi enn einn draum. Mér þótti að sólin og tunglið og ellefu stjörnur lutu mér.“ Og sem þetta var sagt hans föður og hans bræðrum straffaði faðir hans hann og sagði til hans: „Hvað er það fyrir einn draum sem þig dreymdi? Skyldi eg og þín móðir og þínir bræður koma og tilbiðja þig?“ Og hans bræður öfunduðu hann en hans faðir hugleiddi þessi orð með sjálfum sér.

Og sem hans bræður gengu í burt að halda þeirra föðurs hjörð til haga í Síkem sagði Ísrael til Jósef: „Þínir bræður geyma hjarðar í Síkem. Kom, eg vil senda þig til þeirra.“ [ Hann svaraði: „Hér em eg.“ Og hann sagði: „Far þangað og sjá hvort allt gengur vel þínum bræðrum og hjörðinni og seg þú mér svar aftur hvað þar er tíðinda.“ Svo sendi hann Jósef af stað úr dalnum Hebron að hann færi til Síkem. [

Og maður nokkur fann hann er hann villtist á mörkinni, hann spurði hann að og sagði: „Eftir hverju leitar þú?“ Hann svaraði: „Eg leita eftir mínum bræðrum, eg bið þig að þú segir mér hvar þeir halda hjörðinni.“ Maðurinn svaraði: „Þeir eru farnir héðan því eg heyrða þá segja: Vér viljum halda til Dótan.“ Svo gekk Jósef eftir sínum bræðrum og fann þá í Dótan.

Sem þeir sáu hann nú álengdar áður en hann kom nærri þeim hugsuðu þeir með sér að vega hann og sögðu sín á milli: „Sjáið, draummaðurinn kemur. Komið nú og látum oss vega hann og köstum honum í gryfju og segjum að illt dýr hafi slitið hann og uppétið, þá mun sjást hvað honum stoða hans draumar.“ [

En sem Rúben heyrði þetta vildi hann frelsa hann af þeirra höndum og sagði: „Eigi skulum vér drepa hann.“ Og enn sagði hann framar: „Hellið ekki út hans blóði heldur kastið honum í þessa gröf sem hér er í eyðimörkinni og leggið ekki yðar hendur á hann.“ Því hann vildi frelsa hann af þeirra höndum svo að hann gæti aftur fengið hann sínum föður.

Og sem Jósef kom nú til sinna bræðra flettu þeir hann sínum klæðum og þeim mislita kyrtli sem hann hafði. [ Og þeir tóku hann og köstuðu honum í eina gryfju. En sú hin sama gryfja var tóm og vatslaus. Þeir settust niður að neyta matar. Og í því bili lyftu þeir upp sínum augum og sáu að nokkrir vegfarendur, Ísmaelítar komu af Gíleað, og þeirra úlfaldar báru jurtir, balsamum og mirram, og ferðuðust í Egyptaland.

Þá sagði Júdas til sinna bræðra: „Hvað stoðar oss þó að vér myrðum vorn bróður og leynum hans blóði? Komið, vér viljum selja hann þeim Ismaelitis so að vorar hendur saurgist ekki, því að hann er vor bróðir, vort hold og blóð.“ Og þeir hlýddu hans röddu og sem þeir madíanítersku kaupmenn reistu þar fram hjá drógu þeir hann upp úr gryfjunni og seldu hann þeim Ismaelitis fyrir tuttugu silfurpeninga. Þeir fluttu hann í Egyptaland.

En þá Rúben kom nú til gryfjunnar aftur og fann ekki Jósef þar þá reif hann sín klæði, kom til sinna bræðra aftur og sagði: „Sveinninn er ekki þar. Hvert skal eg fara?“ Þá tóku þeir Jósefs kyrtil, sæfðu einn hafur og velktu kyrtilinn í hans blóði. Og þeir sendu þann sama mislita kyrtil af stað og létu færa hann þeirra föður og segja svo: „Þetta höfum vér fundið, skoða þú hvert það er þíns sonar kyrtill eða ekki.“ [

Jakob þekkti hann þegar og sagði: „Það er míns sonar kyrtill, ólmt dýr hefur uppétið hann, eitt glefsanda dýr hefur svelgt Jósef.“ Og Jakob reif sín klæði og tók einn sekk og færði sig í og sorgaði sinn son langa tíma. Og allir hans synir og dætur lögðu sig til að hugga hann. En hann vildi ekki láta sig hugga og sagði: „Eg mun fara með harmi í gröfina til míns sonar.“ Og hans [ faðir grét hann. En þeir Madíanítar seldu Jósef í Egyptalandi þeim manni sem hét Pútífar, hver eð var Pharaonis dróttseti og [ hofmeistari.