Sálmarnir 113. kafli2017-12-18T18:33:11+00:00
Sálmarnir 113. kafli

CXIII.

Halelúja.

Lofi þér, Drottins þjónustumenn, lofið nafnið Drottins.

Blessað sé nafnið Drottins héðan í frá og að eilífu.

Í uppgöngu sólarinnar allt til hennar niðurgöngu sé lofað nafnið Drottins.

Drottinn er hár yfir allar þjóðír, hans dýrð tekur svo vítt sem það himinninn er. [

Hver er viðlíkur sem Drottinn vor Guð sá eð í upphæðunum byggir

og lítur þó að það hið auðvirðilega á himnum og jörðu?

Hver eð lítilmagna uppreisir úr duftinu og forhefur hinn fátæka út af saurindunum

svo að hann setji hann hjá höfðingjunum, í hjá höfðingjum síns lýðs,

sá sem hina óbyrju lætur byggja í húsinu svo það hún verður ein glaðvær barnamóðir. Halelúja.

Hægt er að nálgast texta þessa kafla í öðrum íslenskum þýðingum með því að smella á nafn þýðingarinnar hér fyrir neðan. Þýðingin opnast í nýjum glugga.