Á þeim sama tíma sagði Drottinn til mín: „Úthögg þú þér tvö steinspjöld sem að þau hinu fyrri voru og kom til mín uppá fjallið og gjör þér eina örk af tré. Þá vil ég skrifa þau orðin á spjöldin sem voru á hinum fyrrum sem þú braust í sundur og þú skalt leggja þau í örkina.“ Þá gjörða ég eina örk af tré og úthjó tvö steinspjöld líka sem þau hin fyrri voru og gekk uppá fjallið og hafði þau steinspjöld í mínum höndum. Þá skrifaði hann á spjöldin líka sem það skrifað var á þeim hinum fyrrum, þau tíu orðin sem Drottinn talaði til yðar af eldinum uppá fjallinu þá eð vér vorum þar til samans komnir og Drottinn fékk mér þau. [ Og ég snera mér og gekk ofan af fjallinu og lagði spjöldin í þá örkina sem ég hafða gjört að þau skyldu vera þar útí líka sem það Drottinn hafði boðið mér.

Og Ísraelssynir drógu í burt af Berót Bne Jakan til Móser (þar andaðist Aron og var jarðaður og hans son Eleasar varð kennimaður í hans stað), so drógu þeir þaðan og til Gúdegóda og frá Gúdegóda til Jatbat í það land sem lækirnir eru. [ Í þann sama tíma fráskildi Drottinn kynsmenn Leví að þeir skyldu bera sáttmálsörk Drottins og að standa fyrir Drottni og þjóna honum og lofa hans nafn, allt til þessa dags. Þar fyrir skulu Levítarnir ekkert hlutskipti eða arftöku hafa með þeirra bræðrum því að Drotitnn er þeirra arfleifð so sem það Drottinn Guð þinn hefur lofað þeim. [

En ég stóð þá sem áður fyrri í fjörutygi daga og í fjörutygi nætur á fjallinu og Drottinn bænheyrði mig og í það sama sinni og vildi ekki fordjarfa þig. [ En hann sagði til mín: „Tak þig upp og far héðan að þú gangir fyrir fólkinu að það megi innkoma og eignast það landið sem ég hefi svarið að gefa þeirra forfeðrum.“

Nú Ísrael, hvörs krefst Drotitnn Guð þinn af þér utan þess að þú skulir óttast Drottinn Guð þinn so að þú gangir í hans vegum og elskir hann og þjónir Drottni Guði þínum af öllu hjarta og af allri sálu so að þú haldir hans boðorð og hans réttindi sem ég býð þér í dag uppá það að þér skuli vel vegna? [ Sjá þú, himinninn og allir himnanna himnar og jörðin og allt það hvað þar er inni, það er Drottins Guðs þíns. So hefur ahnn alleinasta haft geðþekkni til þinna forfeðra svo að hann elskaði þá og hefur útvalið þeirra sæði eftir þá, yður, yfir allt fólk, so sem það er nú þennan dag.

Þar fyrir umskerið nú yfirhúð yðars hjarta og verið ekki héðan í frá harðsvíraðir því að Drottinn Guð yðar er einn Guð yfir öllum guðum, einn Drottin yfir öllum drottnum, einn mikilsháttar Guð, voldugur og hræðilegur og virðir ekki neins persónu og þiggur öngvar mútur og gjörir föðurlausum börnum og ekkjum réttan dóm og elskar hina framandi so að hann gefur þeim mat og klæði. [ Þar fyrir skulu þér og elska hina framandi því að þér hafið og framandi verið í Egyptalandi.

Því að Drottin Guð þinn skaltu óttast, honum skaltu þjóna, hann skaltu aðhyllast og við hans nafn skaltu sverja. [ Hann er þinn lofstír og þinn Guð sem hefur gjört svo mikla og hræðilega hluti hjá þér sem þín augu hafa séð. Þínir forfeður fóru ofan í Egyptaland sjötygi sálir en nú hefur Drottinn Guð þinn fjölgað þig svo sem stjörnur á himni. [