IX.

Og Eliseus spámaður kallaði á einn af spámannasonum og sagði til hans: [ „Gyrð þínar lendar og tak þessa viðsmjörskrús með þér og far til Ramót í Gíleað. Og þá þú kemur þangað þá munt þú þar sjá Jehú son Jósafat, sonar Nimsí. [ Gakk þú þar inn og bjóð þú honum að standa upp á meðal sinna bræðra og leið hann inn í það innsta herbergi. Og tak viðsmjörskrúsina og helltu henni yfir hans höfuð og seg: Svo segir Drottinn: Eg hefi smurt þig til kóngs yfir Ísrael. Og þú skalt uppláta dyrnar og flýja og tefja ekki við.“

Spámannaþénarinn fór til Ramót í Gíleað. Og sem hann kom þangað, sjá, þá sátu hershöfðingjarnir þar sem settir voru yfir herinn. Og hann sagði: [ „Eg hefi nokkuð erindi við þig, höfðingi.“ Jehú svaraði: „Við hvern á meðal vor allra?“ Hann sagði: „Við þig, þú höfðingi.“ Þá stóð hann upp og gekk inn með honum í herbergið og hellti viðsmjörinu yfir hans höfuð og sagði til hans: „So segir Drottinn Ísraels Guð: Eg hefi smurt þig til kóngs yfir Drottins fólk Ísrael. [ Og þú skalt slá hús Akab þíns herra so eg hefni spámannanna blóðs, minna þénara, og allra Drottins þénara blóðs af Jesabels hendi, svo að allt Akabs hús eyðileggist. Og eg vil uppræta af Akab hvert mannsbarn, þann innilukta og þann síðasta í Ísrael. Og eg vil gjöra Akabs hús eins so sem hús Jeróbóam sonar Nebat og so sem hús Baesa sonar Ahía. Og hundar skulu upp éta Jesabel á Jesreels akri og enginn skal jarða hana.“ [ Og að so töluðu lét hann upp dyrnar og strauk út.

En sem Jehú gekk út til síns herra þénara þá sögðu þeir til hans: „Hversu gengur? Því kom þessi hinn [ galdi til þín?“ Hann svaraði þeim: „Þér þekktuð manninn vel og svo hvað hann sagði.“ Þeir svöruðu: „Það er ekki satt. Seg þú oss það.“ Hann sagði: „Svo og so talaði hann til mín og sagði: Svo segir Drottinn: Eg hefi smurt þig til kóngs yfir Ísrael.“ Þá hlupu þeir til og hver tók sín klæði og breiddu þau undir hann á þár hávu tröppur og blésu í lúðra og sögðu: „Jehú er orðinn kóngur!“

Eftir þetta samtók Jehú son Jósafat, sonar Nimrí, það að veita mótgang Jóram. Jóram hafði setið um Ramót í Gíleað með allan Ísrael móti Hasael kóngi af Sýrlandi og kóng Jóram var þá kominn aftur að láta græða sig í Jesreel af þeim sárum sem Syri veittu honum þá hann barðist við Hasael kóng af Syria. Og Jehú sagði: „Ef yður svo líst þá skal enginn undan komast af staðnum að bera njósn um þetta til Jesreel.“ Og hann lét færa sig til Jesreel því að Jóram lá þar (í sárum). So og var Ahasía kóngur Júda ofan farinn að sjá Jóram.

En sem njósnarmaðurinn sem var í Jesreels borgarturni sá flokk Jehú komanda þá sagði hann: „Eg sé riðul manna (sækja að borginni).“ Þá svaraði Jóram: „Kalla þú á einn reiðmann og send í móti þeim og lát hann spyrja þá að hvert þeir fara með friði.“ Sendimaðurinn reið í móti honum og sagði: „So segir kóngurinn: Fari þér með friði?“ Jehú svaraði: „Hvað varðar þig um frið? Snú þér og fylg mér.“ Njósnarinn kunngjörði það og sagði: „Sendimaður kom til þeirra og kemur ekki aftur.“ Þá sendi hann einn annan mann á hesti. Og sem hann kom til hans sagði hann: „Svo segir kóngurinn: Er friður?“ Jehú sagði: „Hvað liggur þér magt á friði? Snú þú aftur og fylg mér.“ Njósnarmaðurinn kunngjörði það og sagði: „Hann kom til þeirra og kemur ekki aftur. Og líkt þyki mér að hér fari Jehú son Nimsí því hann fer með mikilli flýti.“

Þá sagði Jóram: „Búið til minn vagn og spannið fyrir mína hesta.“ Og þeir spenntu fyrir vagnana. Og þeir ferðuðust út, Jóram Ísraelskóngur og Ahasía Júdakóngur, hvor á sínum vagni til móts við Jehú. Og þeir fundu hann á akri Nabót Jesreeliter. Og þá Jóram sá Jehú sagði hann: „Hvert er friður, Jehú?“ Hann svaraði: „Hvaða friði? Enn nú vara hórdómar móður þinnar Jesabel og hennar fjölkynngi.“ Þá sneri Jóram sinni hendi og flýði og sagði til Ahasía: „Svik eru á ferðum, Ahasía!“ Og Jehú þreif einn boga og laust öru í millum herða Jóram so að pílan flaug í gegnum hans hjarta og hann steyptist áfram í kerrunni. [ Og Jehú sagði til eins höfðingja síns sem héd Bídikar: „Tak hann og snara þú honum á akurpart Nabót Jesreeliter. Því að það man eg að við fórum í einum vagni eftir hans föður og Drottinn upplyfti þessum þunga yfir hann, hvað skal gilda, sagði Drottinn: Eg vil bitala þér á þessum akri Nabóts blóð og hans sona sem eg sá í gær?“ Þar fyrir tak hann nú og kasta honum á akurinn eftir orðum Drottins.“

En sem Ahasía Júdakóngur sá það þá flýði hann á veginn til nokkurs grasgarðs húss. En Jehú sótti eftir honum og bauð og svo að drepa hann og hann fór eftir honum allt til Súr sem liggur hjá Jiblaam. En hann flýði til Megiddó og dó þar. [ En hans sveinar fluttu lík hans til Jerúsalem og jörðuðu hann í sinni eigin gröf með hans forfeðrum í borg Davíðs. En Ahasía tók ríki yfir Júda á því ellefta ári Jóram sonar Akab.

En sem Jehú kom til borgarinnar Jesreel og Jesabel fornam það smurði hún sitt andlit og prýddi sitt höfuð og gægðist út um vindaugað. En sem Jehú kom undir staðarportið sagði hún: „Gekk vel Simrí sem að drap sinn herra?“ Og Jehú leit upp að glugganum og sagði: „Hver er þar hjá mér?“ Þá sneru sér tveir eða þrír geldingar til hans. Hann sagði: „Hrindið henni ofan.“ Og þeir köstuðu henni ofan fyrir múrinn svo að hennar blóð hraut á veggina og á hestana og hestar tráðu hana undir fótum. [

En sem hann var inn kominn og hafði etið og drukkið sagði hann: „Farið og sjáið þá inu bölvuðu og jarðið hana því hún er kóngsdóttir.“ En sem þeir fóru af stað og vildu jarða hana fundu þeir ekki par af henni utan hausskelina og fæturnar og hennar lófa. [ Og þeir komu aftur og kunngjörðu það kónginum. Hann svaraði: „Þetta er það sem Drottinn talaði fyrir sinn þénara Eliam Thesbiten, segjandi: Hundar skulu éta Jesabels hold á Jesreels akri.“ Svo varð Jesabels hræ líka sem óþekkt á akri, á Jesreels akri, svo að enginn mætti það segja: „Þetta er Jesabel.“