LXIII.

Hver er sá sem kemur af Edóm með lituðum klæðum af Basra sem so prýðilegur er í sínum klæðnaði og hér frambrunar í sínum veldiskrafti? Eg em hann sá sem réttlætið kennir og einn meistari er til að hjálpa. Hvar fyrir er þá þinn gangveri so rauður að lit og þitt klæði so sem þess eð vínberin í sundursprengir? Eg fóttreð vínþrúguna einn saman og þar er enginn af fólkinu meður mér. Eg hefi fergt þá í reiði minni og niðurtroðið í minni heiftarbræði. Þar fyrir hefur þeirra megn dreifst á mín klæði og eg hefi velkt allan minn gangvera. Því að eg hefi ásett mér einn hefndardag, það árið til að endurleysa mína er komið.

Því að eg skyggndist í kringum mig og þar var enginn hjálpari og eg var í skelfingu og enginn studdi mig. Heldur varð mín hægri hönd að hjálpa mér og mín reiði að styðja mig. Þar fyrir hefi eg fólkið niðurtroðið í minni reiði og hefi þá drukkna gjört í minni bræði og þeirra megn til jarðar niðurkeyrt.