LI.

Heyrið mér, þér sem stundið eftir réttlætinu, þér sem leitið Drottins. [ Lítið á það hellubjargið sem þér eruð af hauggnir og á gröfina þess brunnsins sem þér eruð út af grafnir. Álítið Abraham, yðvarn föður, og Saru af hverri þér eruð fæddir. Því að eg kallaði hann þá eð hann var einn saman og blessaði hann og ávaxtaði hann. Því að Drottinn hughreystir Síon, hann hughreystir allar hennar óbyggðir og hennar óbyggðir gjörir hann so sem sína jurtragarða og hennar sléttlendi sem aldingarð Drottins þar inni að fundin verður gleði og fögnuður, þakkargjörð og lofsöngur.

Hyggið að mér, mitt fólk, heyrið mig, mínir menn, því að út af mér mun eitt lögmál ganga og minn dóm mun eg setja snart lýðnum til ljóssins. Því að mitt réttlæti er hartnærri, mitt hjálpræði það dregur út og mínir armleggir munu fólkið dæma, eyjarnar vona upp á mig og hafa vakt á mínum armlegg. Upphefjið yðvar augu til himins og sjáið niður á jörðina því að himinninn mun sem reykur forganga og jörðin sem annað klæði fyrnast og þeir sem þar á búa munu í burt deyja so sem það thanna. En mitt hjálpræði blífur eilíflegana og mitt réttlæti mun eflaust vera. [

Heyrið mér, þér sem réttlætið vitið, þú það fólkið í hverra hjörtum að mitt lögmál er. Óttist ekki þá nær eð menn vanvirða yður og hræðist ekki þó að þeir gjöri yður efasama því að mölurinn mun fortæra þeim sem öðru klæði og maðkurinn mun upp éta þá sem aðra ullþurrku. En mitt réttlæti blífur eilíflegana og mitt hjálpræði um aldur og ævi.

Hef þig upp, hef þig upp, íklæðstu styrkleikanum, þú armleggur Drottins, hef þig upp so sem forðum daga hinnar fyrri ævi. Ertu ekki sá sem slóst hina [ dramblátu og særðir þann [ drekann? Ertu ei sá sem það sjávarhafið þeirra miklu og djúpu vatnanna uppþurrkaðir og sá sem grunnið sjávarins gjörðir að vegi so það hinir frelsuðu gengu þar í gegnum? Líka so munu þeir hinir endurleystu Drottins aftur snúa og til Síon koma meður lofsögn og eilífur fögnuður mun á þeirra höfðum vera. Gleði og unaðsemd munu þeir höndla en sorg og andvarpan mun í burt frá þeim flýja.

Eg, eg sjálfur er yðvar hugsvalari. [ Hver ertu þá að þú hræðist fyrir manninum, þeim að dauðlegur er, og fyrir mannanna sonum, þeir eð fortærast líka sem annað hey, og forgleymir Drottni, þeim sem þig hefur gjört, hver eð himininn útbreiðir og jörðina grundvallar. En þú ert iðuglega hræddur um þig alla daga fyrir grimmdarreiði þess [ fordjörfunarvíkings nær eð hann ásetur sér að fordjarfa. Hvað varð af þeirri heiftarbræðinni þess fordjörfunarmannsins þá eð hann hlaut að flýta sér og um kring að hlaupa so að hann gæfi þá lausa og að þeir dæi ei niður undir þeirri fordjörfuninni, höfðu og einnin öngvan brest á brauðinu? [ Því að eg em Drottinn þinn Guð sem uppæsir það sjávarhafið so að þess bylgjur upp þjóti, hans nafn heitir Drottinn Sebaót. Eg legg mitt orð í þinn munn og skýli þér undir skugga minna handa upp á það eg rótsetji himininn og grundvalli jörðina og segi til Síon: [ „Þú ert mitt fólk.“

Vakna þú, vakna þú, statt upp Jerúsalem, þú sem af hendi Drottins kaleikinn hans grimmdarreiði hefur drukkið. Dreggina þess hrösunarkaleiksins þa hefur þú útdrukkið og þá dropana útstopið. Það var ei neitt af öllum hennar börnum sem hún hafði fætt það hana leiddi og ekki neitt af öllum þeim börnum sem hún hefur uppalið sem tæki í hennar hönd. Þetta tvennt hefur þér á móti komið, hver bar harm meður þér? Þar var foreyðsla, skaði, hungur og sverð, hver skyldi hugsvala þér? Þín börn voru farin í sulti, þau lágu á öllum strætum líka sem annar fjötraður skógaruxi, full af reiði Drottins og út af straffi þíns Guðs.

Þar fyrir heyr þú þetta, þú hin fátæka og fordukkna án víns. So segir þinn yfirdrottnari, Drottinn sjálfur, og þinn Guð sem hefnir síns fólks: Sjá þú, eg tek þinn hrösunarkaleik í burt af þinni hendi ásamt með þeirri dregginni þess kaleiksins minnar reiði. Þú skalt ekki lengur drekka þann hinn sama heldur mun eg gefa hann í hönd þinna niðurnarmanna, þeir eð segja til þinnar sálar: „Beyg þú þig niður so að vér göngum fram yfir þig og legg þinn hrygg á jörðina niður so að vér göngum þar upp á sem öðrum vegi.“