VI.

Á því árinu þá eð Useas kóngur andaðist sá eg Drottin sitja upp á einum hávum og hátt upphöfðum stóli og faldur hans klæða uppfylldi musterið. [ Serafím stóðu yfir honum. Hver þeirra hafði sex vængi. Með tveimur huldu þeir sín andlit og með tveimur huldu þeir sína fætur og með tveimur flugu þeir og hver kallaði til annars og sagði: [ „Heilagur, heilagur, heilagur er Drottinn Sabaót, öll lönd eru full hans dýrðar“ svo að þverbitarnir skulfu af hljóðan hans kalls og húsið varð fullt af reyk.

Þá sagða eg: „Vei mér, eg em fordjarfaður því að eg hef saurugar varir og bý á meðal þess fólks sem hefur saurugar varir! Því að eg hefi þann konunginn Drottin Sebaót séð með mínum augum.“ Þá flaug einn þeirra serafím til mín og hafði eitt glóandi kol í hendinni hvert eð hann með tönginni tók af altarino og áhrærði minn munn og sagði: „Sjá þú, hér eru þínar varir með áhrærðar so að þínar misgjörðir verði í frá þér teknar og þínar syndir sé fyrirgefnar.“

Og eg heyrða rödd Drottins það hann sagði: „Hvern skal eg út senda? Hver vill vor sendiboði vera?“ En eg sagða: „Hér em eg, send þú mig.“ Og hann sagði: „Far þú og seg til fólks þessa: Heyrið það og skiljið það ekki, sjáið það og þekkið það ekki. [ Og hertu hjarta fólks þessa, lát þeirra eyru þykkheyrð verða og forblinda þeirra augu so að þeir sjái ekki með sínum augum né heyri með sínum eyrum né skilji það með sínu hjarta og leiðrétti sig og verði heilbrigðir.“ En eg sagði: „Drottinn, hversu lengi?“ Hann sagði: „Þangað til að borgirnar verða foreyddar fyrir utan innbyggjara og húsin mannalaus og það landið liggur með öllu í eyði. Því að Drottinn mun fólkið mjög í fjarlægð burt láta so það landið forlátist með öllu. Þó skal enn nú hin tíundadeildin þar inni blífa því að það mun í burtfært og foreytt verða. Líka sem önnur eik og lindartré hverjar eð hafa stofninn eftir þó að þeirra laufblöð verði af skekin, eitt heilagt sæði mun svoddan stofn vera.“