Prestarnir, Levítarnir af allri kynkvísl Leví, skulu öngva hlutdeild eða arftöku hafa í Ísrael, því að fórnir Drottins og hans arftöku skulu þeir eta. [ Þar fyrir skulu þeir ekki hafa neina arftöku á meðal sinna bræðra því að Drottinn er þeirra arfleifð, so sem hann hefur sjálfur tilsagt þeim. En það skal vera prestanna réttur af fólkinu og af þeim sem offra, hvert það er naut eða sauður. En maður skal gefa prestinum bóginn, báða vangana og þá fyrstu ullina sem þú tekur af þínu sauðfé. Því að Drottinn Guð þinn hefur útvalið hann af öllum þínum kynkvíslum að hann skuli þjóna í nafni Drottins, hann og hans synir ævinlega. [

Nær eð Levítinn kemur út af þínum staðardyrum, elligar út af einhverjum stað í öllum Ísrael, þar sem hann er framandi, og kemur eftir allri lysting sinnar sálu til þess staðar sem Drottinn hefur útvalið að hann þjóni í nafni Drottins Guðs síns, sem allir hans bræður Levítarnir gjöra sem þar standa í sama stað fyrir Drottni, þeir skulu hafa jafna hlutdeild matarins, fyrir utan það sem hann hefur af seldu góssi sinnar föðurleifðar.

Nær þú kemur inn í það landið sem Drottinn Guð þinn mun gefa þér þá skaltu ekki læra að gjöra þessa fólks svívirðingar, [ so að þar skuli eigi nokkur finnast hjá þér sá sem lætur sinn son eður dóttir í gegnum eldinn ganga eður sá nökkur sem fer með spádóma eður er dagveljari eður sá sem hyggur að fuglakvaki eður galdramaður eður særingamaður eður nokkur fítonsanda forsagnari eður teiknanna útleggjari eður sá nokkur sem leitar vísinda hjá dauðum mönnum. Því hver eð hann gjörir svoddan hann er ein svívirðing fyrir Drottni og fyrir slíkrar svívirðingar sakir í burtdrífur Drottinn Guð þinn þá fyrir þér. En þú skalt vera flekklaus fyrir Drottni Guði þínum. Því að þetta fólk sem þú skalt undir þig leggja þa hlýðir dagaútveljurum og spásagnarmönnum. En þú skalt ekki so gjöra fyrir Drottni Guði þínum.

Einn spámann mun Drottinn Guð þinn uppvekja þér út af þér og þínum bræðrum. [ Honum skulu þér heyra. Líka sem að þú baðst af Drottni Guði þínum í Hóreb á þeim degi sem vér vorum til samans þar og þú sagðir: „Eigi vil ég lengur heyra raustina Drottins Guðs míns og eigi oftar sjá þann mikla eldinn so að ég skuli ekki deyja.“ Þá sagði Drottinn til mín: „Þeir hafa talað vel. Ég vil uppvekja þeim einn profeta af þeirra bræðrum líka sem þú ert og ég vil leggja mín orð í hans munn. Hann skal segja þeim allt það sem ég býð honum. Og hvör sem eigi heyrir mín orð sem hann mun tala í mínu nafni, af þeim hinum sama vil ég þess útkrefja.

Þó nær eð einhver profete dirfist til að tala það nokkuð í mínu nafni sem ég hefi ekki boðið honum að tala og jafnvel sá sem talar í annarlegra guða nafni, sá hinn sami profeta deyja. [ Ef að þú segir þá í þínu hjarta: „Hvernin kann ég að formerkja það hvört orð það Drottinn hefur ekki talað?“ Nær eð profetinn talar í nafni Drottins og það kemur ekki fram, það sama er það orð sem Drottinn hefur ekki talað, en sá sami profete hefur það talað út af sinni eiginlegri ofstæki, þar fyrir skalt þú ekki kvíðbug bera fyrir honum.