XXVII.

Á þeim tíma mun Drottinn vitja með sínu hörðu mikla og sterka sverði, bæði þess levjatans sem einn sléttur höggormur er og þess levjatans sem einn bjúgur höggormur er og hann mun drepa þann drekann sem í sjónum er. [

Á þeim tíma mun sungið vera af víngarðinum hins besta vínsins. [ Eg, Drottinn, geymi hann og vökva hann snarlega so hans laufblöð missist ekki, eg vil bæði dag og nótt bívara hann.

Guð hann er mér reiður, eg vilda eg mætti berjast við þyrnina og klungrið, þá skylda eg ruska til þeirra og brenna þá upp með öllu. Hann heldur mér við minn styrkleik og lætur mig með friði vera. Friðinn mun hann þó gefa mér.

Það mun þó líka vel þar að koma það Jakob mun innrætast og Ísrael blómgast og grænkast so að þeir jarðríkið með ávöxtum uppfylli. Hvort verður hann þó ekki sleginn, líka sem að slægi hann hans óvinir? Hvort verður hann ekki í hel sleginn líka sem að í hel slægi hann hans óvinir? Heldur dæmir þú þá með stillingu og lætur þá lausa nær eð þú hefur angrast þá meður þínum hvössum vindi, einkum með þínum austanvindi. Þar fyrir þá munu syndir Jakobs fyrirlátast og það er sú nytsemin þar út af það hans syndir verða í burt teknar í því það hann gjörir alla steina altarisins líka so sem sundurmolaða steina að ösku so að þar blífa ekki nein líkneski né skúrgoð lengur.

Því að sú sterka borgin mun í eyði verða, þau hin fögru herbergin munu yfirgefin og foreydd verða, líka sem önnur eyðimörk sú að naut munu þar í grashaga vera og hvíla sig og þar hrískvistu af bíta. Hennar blómstur munu af þurrk í sundurmyljast so að konur munu koma og kveikja þar elda með. Því að það er eitt fávíst fólk, þar fyrir mun og einnin sá sem þa hefir gjört ekki í brjósti kenna um þá og hanns em þá hefir skapað mun ekki væginn vera við þá.

Á þeim tíma mun Drottinn útkasta í frá ströndinni þess vatnsins allt til lækjarins Egipti og þér, Ísraelssynir, munuð samansafnaðir verða, einn eftir öðrum. [

Á þeim tíma mun blásið vera með einum miklum herlúðri, þá munu og koma hinir fortöpuðu úr landinu Assyria og hinir útreknu í Egyptalandi og munu tilbiðja Drottin upp á því heilaga fjallinu til Jerúsalem. [