III.

En vínið prettar þann drambsama so að hann kann ekki að standast, hver sína önd útþenur sem helvíti og er fljótur sem dauðinn sá ei kann að seðjast heldur safnar öllum heiðingjum til sín og safnar öllu fólki að sér. [ En hvað gildir það að allir þeir inu sömu skulu gjöra einn málshátt um hann og eina ræðu með orðskviðum og segja:

Vei þeim sem sitt góss auka með annars auðæfum (og hversu lengi skal það vara?) og hleður á sig miklum saur! [ Ó hversu skyndilega skulu þeir uppvekjast sem bíta skulu þig og uppvakna sem þér skulu burt kasta og þú skalt verða þeirra hlutskipti. Því þú hefur rænt marga heiðingja, so skulu þeir nú ræna þig aftur, allir þeir sem eftir eru af fólkinu, fyrir sökum manna blóðs og fyrir það ofríki sem þú gjörðir í landinu og staðnum öllum þeim þar inni búa.

Vei þeim sem hann er ágjarn til ólukku síns húss til þess að hann megi leggja sitt hreiður í hæðinni so hann megi komast undan ólukkunni! [ En þín ráðagjörð skal verða til skammar þínu húsi. Því þú hefur deytt ofmargt fólk og hefur syndgast með allsháttaðri illsku. Því steinarnir í múrnum skulu og hrópa og bitarnir undir sperrunni skulu svara þeim.

Vei þeim sem uppbyggir staðinn með blóð og tilbýr borgina með órétt! [ Er það ekki svo að það skal ske af Drottni Sebaót? Hvað fólkið hefur fyrir þig unnið það skal uppbrennast með eldi og það á hverju fólkið þreyttist það skal verða til einskis. Því að jörðin skal verða full af viðurkenningu dýrðar Drottins so sem vatn það sem hylur sjóinn. [

Vei þér, þú sem skenkir á fyrir þinn náunga og blandar þinni grimmd þar með og gjörir hann drukkinn so þú megir sjá hans smán! Menn skulu og metta þig með skamm fyrir heiður. Svo drekk þú nú so að þú dettir um koll. [ Þinn kaleikur af hægri hendi Drottins skal umkringja þig og þú skalt skammarlega spýja í staðinn þinnar vegsemdar. [ Því sú illskan sem þú framdir mót Líbanon hún skal falla yfir þig og þau niðurslegin dýrin skulu hræða þig fyrir sökum blóðs mannanna og þeirra svívirðinga sem framdar eru í landinu og við alla þá sem þar inni búa.

Hvað skal þá það bílætið hjálpa sem meistarinn hefur gjört og það falska steypta líkneski á hvert meistarinn forlét sig þá hann gjörði það mállausa skúrgoð? [ Vei þeim sem segir til trésins: [ „Vakna upp!“ og til mállausra steina: „Standið upp!“ Hvernin skyldil það læra? Sjá, það er með gulli og silfri tilbúið en enginn andi er í því. En Drottinn er í sínu heilaga musteri, öll jörðin skal vera kyrr fyrir honum.