XIX.

Þessi er þunginn yfir Egyptalandi. [ Sjá þú að Drottinn mun fara á einu skjótu skýi og koma í Egyptaland. Þá munu skúrgoðin í Egyptalandi skjálfa fyrir honum og hjartað egypskra manna mun sljóvgast í þeirra brjóstum og eg mun egna hvern egypskan móti öðrum so það einn bróðirinn móti öðrum, einn vinurinn móti öðrum, einn staðurinn móti öðrum, eitt ríki skal móti öðru berjast. Og hugarhreystin þeirra egypskra skal að öngu verða og eg mun þeirra ráð að ónýtu gjöra. Þá munu þeir að spyrja sína afguði og presta og spásagnarmenn og teiknaútþýðara en eg mun ofurgefa hina egypsku í vald grimmra höfðingja og [ harðráður kóngur skal yfir þeim drottna, segir sá Stjórnarinn Drottinn Sebaót.

Og það vatnið í hafino mun uppþorna, þar að auk vatsfallið mun í burt sóast og uppþurrkast og þau vötnin munu framhlaupa so að þau vatsflóðin og díkin munu minnkast og uppþurrkast, líka bæði reyrinn og marhálmurinn mun uppvisna og það grasið fram við vötnin mun líka uppþorna og allt það sæði sem við vötnin er mun uppvisna og að öngu verða og þeir fiskimenn munu syrgja og allir þeir hinir sömu sem fiskiönglana í vatnið láta munu harm bera og þeir hinir sömu sem fiskinetin útleggja í vötnin munu hryggvir vera. Þeir eð gott netgarn verka og netin til samans ríða munu skammast sín og þeir eð fiskiháfana hafa ásamt með öllum þeim sem veiðivötnin gjöra fyrir verðlauna sakir þá munu sorgbitnir vera.

Þeir höfðingjarnir til Sóan eru fávísir, hinir hyggnu ráðgjafarnir pharaonis gefa út heimsk ráð. Hvað segi þér þó út af faraó? „Eg em sonur spekinganna og út kominn af þeim gömlu kóngunum.“ Hvar eru nú þínir spekingar? Láttu þá kunngjöra þér og vísa það hvað eð Drottinn Sebaót hefur ályktað yfir Egyptalandi. En þeir höfðingarnir til Sóan eru skiptingar vorðnir, þeir höfðingjarnir til Nóf eru sviknir, þeir svíkja og með Egyptalandi þann [ hyrningarsteininn kynkvíslanna. Því að Drottinn hefur úthellt meðal þeirra einum sunlunaranda so að þeir villi Egyptaland í öllum þeirra gjörningum, líka sem það einn ofdrukkinn maður hann kollveltur nær eð hann selur upp. Og Egyptaland mun ekki hafa hverki höfuðið né halann, eikina né greinarnar.

Á þeim tíma mun Egyptaland vera líka sem konur, óttast og skelfast þá eð Drottinn Sebaót mun hendinni veifa yfir það. Og Egyptaland mun hræðast fyrir landino Júda so það hver hann minnist á það sama mun hræðast fyrir því, yfir ráðinu Drottins Sebaót sem hann hefur ályktað yfir þeim.

Á þeim tíma munu fimm staðirnir í Egyptalandi tala eftir máltæki Kanaans og sverja viður Drottin Sebaót. [ Ein mun heita Írheres. Á þeim sama tíma mun altari Drottins Sebaót vera mitt í Egyptalandi og einn merkissteinn Drottins viður landamerkim hver eð vera munu eitt teikn og vitnisburður þeim Drottni Sebaót í Egyptalandi. Því að þeir munu kalla til Drottins yfir þeim sem þá þvinga. Hann mun þá senda þeim einn hjálparmann og meistara hver eð þá frelsar. Því að Drottinn mun þeim egypskum kunnigur verða og þeir hinir egypsku munu meðkenna Drottin á þeim tíma og munu honum með fórnum og mataroffri þjóna og þeir munu heitum lofa Drottni og halda það. Og Drottinn mun plága hina egypsku og græða þá það þeir munu snúast til Drottins og hann mun láta þá biðja sig og lækna þá.

Á þeim tíma mun vegur vera af Egyptalandi í Assyriam so það þeir úr Assyria í Egyptaland og hinr egypsku í Assyriam komi og þeir hvorutveggju, hinir egypsku og úr Assyria, munu Guði þjóna. Á þeim tíma mun Ísrael með þeim egypskum og Assyris sjálfur þriðji vera um þá blessan sem á jörðunni mun verða. Því að Drottinn Sebaót mun blessa þá og segja: „Blessaður sértu, mitt fólk í Egyptalandi, og þú, Assúr, verkið minna handa, og þú, Ísrael, mín arfleifð.“