Og Móses gekk í burt af völlunum þeirra Moabitis upp á fjallið Nebó, upp á hæstu hæðirnar fjallsins Pisga, jafngegnt Jeríkó. [ Og Drottinn sýndi honum gjörvallt landið Gíleað allt til Dan og gjörvallt Neftalí og Efraím og Manasses land og gjörvallt landið Júda, út til hins ysta hafsins og í mót suðrinu og það slétta víðlendið gegnt Jeríkó þeim pálmviðarstaðnum allt til Sóar. [ Og Drottinn sagði til hans: „Þetta er það landið sem eg hefi svarið Abraham, Ísak og Jakob og sagt: Eg vil gefa þínu sæði það. Þú hefur nú séð það með þínum augum en þú skalt ekki ganga hér yfir um.“

Og Móses sá þénari Drottins andaðist þar í þeim sama stað í Moabitislandi eftir orði Drottins. [ Og hann jarðaði hann í einum dal í Moabitislandi þvert yfir frá því húsinu Peór og enginn veit enn nú af hans gröf allt til þessa dags. Og Móses var hundrað og tuttugu ára gamall þá hann andaðist. Eigi glaptist honum sýn og ei minnkaði honum hans mannskapur. Og Ísraelsbörn grétu Mósen í þrjátígi daga á þeim sléttu völlunum í Moabitislandi. Þar með þá fullkomnaðist harmsins og þeir hryggðardagarnir eftir Mósen.

Og Jósúa son Nún uppfylltist af vísdómsanda því að Móses hafði lagt sínar hendur yfir hann. Og Ísraelssynir hlýddu honum og gjörðu so sem Drottinn hafði boðið Móse. Og þar reis enginn svoddan prophete síðar meir upp í Ísrael sem Móses hvern eð Drottinn so þekkti frá augliti til auglitis, fyrir allra handa tákn og dásemdarverk sem það Drottinn sendi hann til að gjöra í Egyptalandi á faraó og öllum hans þénörum og á öllu hans landi og fyrir alls kyns magtarhönd og miklar [ sjónir sem Móses gjörði fyrir augsýn alls Ísraels.

Ending hinnar Fimmtu Móses bókar