Þú skalt hyggja að þeim mánaðinum abíb að þú haldir þá Drottni Guði þínum páska. [ Því að á þeim mánaði abíb útleiddi þig Drottinn Guð þinn af Egyptalandi á náttartíma. Og þú skalt færa Drottni Guði þínum páskaoffur, naut og sauði, í þeim stað sem Drottinn útvelur að hans nafn skuli þar búa. Þú skalt ekki súrdeig eta á samri hátíð heldur skalt þú eta ósýrt brauð útlegðarinnar í sjö daga því að þú flýðir af Egyptalandi með hræðslu, að þú skulir so minnast á þann dag sem þú útfórst af Egyptalandi um alla þína lífdaga. Þar skal ekki neitt súrdeig sjást á þeim sjö dögum innan allra þinna landamerkja. Og þar skal ekki neitt eftirskiljast, af því kjötinu sem að kveldi þess fyrsta dagsins slátrað er, til morgunsins.

Þú mátt ekki offra það páskaoffrið innan nokkra þinna staðardyra sem Drottinn Guð þinn hefur gefið þér, [ heldur í þeim stað sem Drottinn mun útvelja að hans nafn skuli þar búa, þar skalt þú offra páskaoffrið að kveldi dags þá eð sólin gengur undir, á þeim tíma sem þú útdrógst af Egyptalandi. Og þú skalt steikja og eta það í þeim stað sem Drottinn mun útvelja. Og þar eftir á að morni snú þú heim til þíns heimilis. Sex daga skaltu eta ósýrt brauð, sá sjöundi dagurinn er samkomufundur Drottins Guðs þíns, þá skaltu ekki neitt erfiða.

Sjö vikur skalt þú reikna og upphefja að telja nær eð tiltekið verður með sigðinum í kornið. [ Og þú skalt þá halda Drottni Guði þínum eina vikuhátíð og gef honum sjálfviljugar gjafir af þinni hendi eftir því sem Drottinn Guð þinn hefur blessað þig. Og þú skalt vera glaður fyrir Guði þínum Drottni, þú og þinn sonur og þín dóttir, þinn þjónustumaður, þín þjónustukvinna og Levítinn sem er innan þinna portdyra, sá hinn framandi, hinn föðurlausi og ekkjan sem að er hjá þér, í þeim stað sem Drottinn Guð þinn hefur útvalið það hans nafn skuli þar búa. Og hugleið þú það að þú hefur og verið einn þræll í Egyptalandi, að þú haldir og gjörir eftir þessum boðorðum.

Þú skalt halda laufskálahátíð sjö daga í samt nær eð þú hefur innsafnað af þinni kornhlöðu og af þinni vínþrúgu. [ Og þú skalt vera glaður á þeirri hátíð, þú og þinn sonur, þín dóttir, þinn þjónustumaður, þín ambátt, Levítinn, sá hinn framandi og hinn föðurlausi og ekkjan sem er innan þinna staðardyra. Sjö daga skaltu halda Drottni Guði þínum þessa hátíð í þeim stað sem Drottinn mun útvelja. Því að Drottinn Guð þinn mun blessa þig í allri þinni inntekt og í öllum þínum handaverkum. Þar fyrir skaltu vera glaður.

Þrisvar sinnum á árinu skal allt hvað kallkyns er hjá þér auglýsast fyrir Drottni Guði þínum í þeim stað sem Drottinn mun útvelja: [ Á þeirra ósýrðra brauða hátíðinni og á þeirri vikuhaldshátíðinni og á þeirri laufskálahátíðinni. En enginn skal þar tómum höndum auglýsast fyrir Drottni, hver eftir gjöf sinnar handar, eftir þeirri blessan sem Drottinn Guð þinn hefur gefið þér.