II.

Hér stend eg á mínu varðhaldi og á mínum styrkvum kastala, lítandi um kring og skoðandi hvað mér sagt verður og hverju eg skal svara þeim sem mig straffar. [

Drottinn svaraði mér og sagði: Skrifa þú þessa sýn og mála þú hana á eitt spjald so þeir kunni að lesa hana sem þar framhjá hlaupa, sem er so: Spádómurinn skal þó enn fram koma á sínum tíma og skal endilega koma á þeim degi og ekki bregðast. Og þó hann enn dvelji þá bíðið hans því hann skal vissulega koma og ekki mjög tefja. Sjá, sá sem er harðsvíraður hann skal öngva ró hafa í sínu hjarta því að sá réttláti lifir af trú sinni. [