Og Drottinn talaði við Mósen á Móabítis völlum hjá Jórdan gagnvart Jeríkó og sagði: „Bjóð þú Ísraelissonum að þeir gegi Levítunum borgir af þeirra arfagóssi til að búa í. [ Þar til skulu þér og gefa Levítunum undirborgar sem kringum borgirnar liggja svo þeir sjálfir megi búa í borgunum en hafa þeirra kvikfé, góss og allrahanda dýr í undirborgunum.

En þær sömu undirborgir sem þeir skulu gefa Levítunum skulu vera þúsund álna út frá staðarmúrunum rétt umhverfis. So skulu þér nú mæla utan fyrir staðnum frá því horni í austur tvö þúsund álna og frá því syðra horninu tvö þúsund álna og frá horninu í vestur tvö þúsund álna og frá því horninu við norðursíðu tvö þúsund álna so að borgin sjálf sé rétt í miðju. Það skulu vera þeirra [ forstaðir.

Og meðal þeirra staða sem þér gefið Levítunum skulu þér gefa sex frelsisstaði að þangað megi flýja sá sem manni hefur að skaða orðið. [ Að auk þessara þá skulu þér gefa tvo og fjörutygi staði að allir staðir þeir þér gefið Levítunum verði átta og fjörutygi með þeirra forstöðum. Og þér skuluð gefa þeim af Ísraelissona eign meira frá þeim sem meira hefur en minna frá þeim sem minna hefur. Sérhver skal gefa Levítunum staði eftir sinni erfð sem honum hlotnast hefur.“

Og Drottinn talaði við Mósen og sagði: „Tala þú við Ísraelssonu og seg til þeirra: Nær þér komið yfir Jórdan á Kanaanjörð þá skulu þér útvelja staði sem vera skulu frelsisstaðir til hverra að þeir megi flýa sem ófyrirsynju slá nokkurn í hel. Og þér skuluð hafa þessa frelsisstaði fyrir skuld eftirmáls mannsins so að hann hljóti ekki að deyja sem nokkuð manndráp hefur gjört fyrr en hann hefur staðið rétt fyrir almúganum. [ Og þeir staðir sem þér skuluð gefa skulu vera sex frelsisstaðir. Þrjá skulu þér gefa á þessa síðu Jórdanar og þrír í Kanaanslandi. Þessir eru þeir sex frelsisstaðir, bæði fyrir Ísraelssonu og framandi og so fyrir innbyggjarana millum yðar, að sá flýi þangað sem slær nokkurn til dauðs með óviljahendi.

Hver sem slær nokkurn mann járni so hann deyr hann er einn manndrápari og skal sannlega deyja. En slái hann með einum steini sem nokkur megi slást í hel með og hann deyr þar af þá er hann einn manndrápari og skal sannlega deyja. En slái hann með nokkursháttar tré því sem nokkur má slást í hel með so að hann deyr þá er hann einn manndrápari og skal sannlega deyja. Eftirmálsmaðurinn blóðsins skal láta deyða þann manndrápara. Líka sem hann hefur slegið so skal hann og slást. Hrindi hann honum af hatri eða kastar nokkru á hann sviksamlega so hann deyr eður slær hann til dauðs af heift með sinni hendi so hann deyr þá skal sá sem hann sló vissulega deyja því hann er einn manndrápari. Eftirmálsmaðurinn skal láta drepa hann.

En ef hann hrindir honum óforvarandis fyrir utan óvináttu eða kastar nokkru á hann óvarlega eða kastar einum steini á hann (að sér óvitanda það honum má til bana verða) so að hann deyr og hann er ekki hans óvin og eigi vildi hann honum vont þá skal almúginn dæma í millum þess er sló og eftirmálsmannsins í þessum dómi. [ Og almúginn skal frelsa manndráparann af eftirmálsmannsins hönd og skal láta hann koma aftur til þess frelsisstaðar sem hann flýði til og hann skal vera þar þar til sá yppasti prestur deyr sá smurður er með því heilaga oleo.

En gangi manndráparinn út af landamerkjum þess frelsisstaðar sem hann flýði til og eftirmálsmaðurinn finnur hann fyrir utan þess frelsisstaðar landmark og slær hann í hel þá skal hann ekki vera sakaður í hans blóði. Því hann átti að blífa í sinum frelsisstað til þess yppasta prests dauða og eftir þess yppasta prests dauða skyldi hann koma til síns lands aftur þar hann hafði sitt erfðagóss. Þetta skal vera yður eitt lögmál hjá yðar eftirkomendum hvar helst þeir búa.

Einn manndrápara skal slá í hel eftir tveggja manna vitnisburði. Eitt vitni skal ekki duga til nokkurs manns dauða. [ Og þér skuluð öngva forlíkun taka af nokkrum manndrápara því hann hefur forþént að deyja og hann skal vissulega deyja. Og þér skuluð öngva forlíkun taka fyrir þann sem flýr í frelsisstaðinn að hann skuli koma aftur og búa í landinu fyrr en presturinn deyr.

Og saurgið ekki landið það þér búið í því hver sem blóðs sekur er hann saurgar landið og landið má ekki forlíkast fyrir það blóð sem út er hellt nema með þess blóði sem því úthellti. [ Saurgið eigi landið það þér búið, í hverju og ég bý. Því ég er Drottinn, hann sem býr á millum Ísraelissona.