Heyri þér himnar, eg vil tala, og jörðin hún heyri málið míns munns.

Minn lærdómur skal drjúpa sem dögg og mitt mál skal framfljóta sem regn.

Líka sem náttdöggin á grasinu og so sem vatsdroparnir á jurtrunnum.

Því að eg vil prísa nafn Drottins. Gefið vorum Guði einum dýrðina.

Hann er eitt [ bjarg, hans verk eru óstraffanleg, því að allt hvað hann gjörir þá er það rétt.

Guð hann er trúlyndur og án allrar hrekkvísi, hann er réttferðugur og góður.

Sú hin rangsnúna og hin illgjarna kynkvísl fellur frá honum. Þeir eru skemmdarflekkir og eru ekki hans börn.

Þakkar þú þannin Drottni þínum Guði, þú hið fávísa og heimskufulla fólk?

Er hann ekki þinn faðir og þinn Drottinn? Er hann ekki sá alleinasta sem þig skapaði og til samans setti?

Minnstu á þá hina fyrri ævina allt til þessa og hygg að því hvað hann gjörði þeim gömlu feðrönum. [

Spyr þú þinn föður að því hinu sama, hann skal kunngjöra þér það, þínir öldungar skulu segja þér það.

Þá eð sá allra hæsti skipti fólkinu og aðskildi mannanna sonu þá setti hann fólkinu landamerki eftir tölu Ísraelssona.

Því að hlutskipti Drottins er hans fólk og Jakob er sá mælivaðurinn hans arftöku.

Hann fann hann í eyðimörkinni, út í einum þurrlendum og foreyddum stað þar er grátur var. Hann flutti hann um kring og gaf honum lögmál, hann varðveitti hann líka sem sjáldrið síns auga.

Líka sem örnin útleiðir sína unga og flýgur yfir þeim, hann útbreiddi sínar fjaðrir, tók þá upp og bar þá á sínum vængjum.

Drottinn leiddi hann einnsamall og þar voru öngvir framandi guðir með honum.

Hann lét hann fara á hátt á jörðunni og fæddi hann með akursins ávexti og lét hann sjúga hunang úr björgunum og viðsmjör úr þeim hörðu steinunum,

smjörið af kvikfénaðinum og mjólkina af sauðfénu meður þeirri feitinni af lömbunum,

og þá feitu hrútana og kjarnhafrana með nýrnafeitinni og hveitinu, og drykkjaði hann með skæru vínberjablóði.

En þá hann tók að vera fullur og feitur gjörðist hann lauslátur, hann er og orðinn feitur, þykkur og uppbólginn og hefur yfirgefið so þann Guð sem skapaði hann, hann hefur fyrirlitið það hellubjargið síns hjálpræðis.

Og hann hefur reitt hann til vandlætingar fyrir þá hinu framandi, fyrir þær svívirðingarnar hefur hann egnt hann til reiði.

Þeir hafa offrað djöflunum en ekki þeirra eigin guði. [

Þeim afguðunum sem þeir þekktu ekki, þeim nýkomnum sem ekki voru áður, hverja eð yðrir feður heiðruðu ekki.

Þú yfirgafst með fyrirlitningu það hellubjargið sem þig lét fæðast og forgleymdir þeim Guði sem þig skapaði.

Og þá er Drottinn sá það varð hann reiður við sína syni og dætur.

Og hann sagði: Ég vil byrgja mitt auglit fyrir þeim, ég vil sjá hversu þeim mun ganga að síðustu því að það er ein rangsnúin kynkvísl, þeir eru þau vantrúuðu börnin. [

Þeir hafa styggt mig með því sem ekki er Guð og með þeirra afguðadýrkan hafa þeir reitt mig til reiði. Og ég vil þar í mót egna þá (til vandlætingar) yfir því fólki sem ekki er fólk, meður einu fávísu fólki vil ég egna þá til reiði.

Því að eldurinn er upptendraður í minni reiði, hann skal og brenna allt til hins neðsta helvítis og hann skal foreyða landinu með sínum gróða og uppkveikja eld í fjallanna grundvelli.

Ég vil samansafna allri ógæfu yfir þá, öllum mínum hefndarskeytum vil ég skjóta á þá.

Þeir skulu farast í hungri og foreyddir verða af köldusótt og bráðum dauða, ég vil senda dýratennur á meðal þeirra og höggormaeitur.

Hið ytra skal ófriðarsverðið foreyða þeim og hið innra skelfing, bæði ungmönnunum og meyönum og brjóstbörnönum ásamt með þeim gráhærðu mönnum.

Ég vil segja: Hvar eru þeir? Ég vil í burt taka þeirra minning á meðal mannanna.

Ef að ég forðaðist ekki reiðina þeira óvina að þeirra óvinir megi stæra sig þar út af og mætti segja: Vor magt er mikil og Drottinn hefur ekki gjört þetta allt saman.

Því að það er eitt fólk það sem er ráðlaust og þar er enginn skilningur í þeim.

Væri so vel að þeir væri hyggnir og kynni að formerkja slíkt so að þeir undirstæði það hvað yfir þá ætti að koma.

Hvernin gengur þetta til það einn skal elta þúsund af þeim og tveir skulu slá tíu þúsundir á flótta? Er það ekki so að þeirra hellubjargt hefur selt þá og Drottinn hefur yfirgefið þá?

Því að vort bjarg er ekki svo sem þeirra bjarg. Þess hins sama eru vorir óvinir sjálfir dómarar.

Því að þeirra víntré er af Sódóma vínviði og af þeim akurlöndum Gómorra, þeirra vínber eru gall, þeir hafa beiskan vínberjalög.

Þeirra vín er drekanna eitur og grimmrar nöðru gall.

Er þetta ekki [ geymt hjá mér og innsiglað í mínum liggjanda fésjóð?

Hefndin er mín, eg vil endurgjalda. [ Á sínum tíma skal þeirra fótur skriðna því að tíminn þeirra ógæfu er nálægur og tekur mjög að flýta sér.

Því að Drottinn mun dæma sitt fólk og hann mun miskunnsamur vera yfir sínum þénurum. Því hann mun álíta það að þeirra kraftur er í burtu og það einnin að útgjört er um þá sem inniluktir og yfirgefnir voru.

Og menn munu segja: Hvar eru þeirra guðir, þeirra bjarg sem þeir forlétu sig upp á,

af hvers fórnum þeir átu það feita og drukku það vínið af þeirra drykkjaroffri? Látið þá uppstanda og hjálpa yður og veita yður hlífð.

Sjái þér nú að eg er hann alleina og að þar er enginn Guð utan eg. Eg kann til heljar að leiða og líf að gefa, eg kann að særa og að græða og sá er enginn sem kunni að frelsa út af minni hendi.

Því að eg vil upphefja mína hönd í himininn og vil segja: Eg lifi eilíflegana.

Nær eg hvessi mitt sverð sem aðra elding og mín hönd tekur til að refsa þá vil eg hefna mín aftur á óvinum mínum og endurgjalda þeim sem mig hata.

Mín skeyti skal eg drukkin gjöra af blóði og mitt sverð skal kjöt svelgja fyrir þeirra [ blóð sem í hel slegnir eru og fyrir hertekningina og það óvinarins höfuð verði allsbert.

Gleðjið yður allir þér sem eruð hans fólk því að hann mun hefna blóðsins sinna þénara, hann mun hefna sín á sínum óvinum og miskunnsamlegur vera yfir landinu síns fólks.

Og Móses kom og talaði öll orðin í þessum lofsöng fyrir fólksins eyrum, hann og Jósúa son Nún. Þá Móses hafði nú út talað allt þetta til alls Ísraels lýðs þá sagði hann til þeirra: „Rótfestið öll þessi orð í yðar hjörtu sem eg vitna í dag fyrir yður og bjóðið yðar börnum að þau varðveiti og gjöri allt hvað hér segist í þessu lögmáli. Því það er ekki eitt hégómaorð til yðar heldur er það yðart líf og það sama orð mun lengja yðar lífdaga í því landinu sem þér farið nú til yfir um Jórdan til að eignast.“

Þann sama dag talaði Drottinn við Mósen og sagði: „Gakk þú upp á fjallið Abarím, hæst upp á það fjallið Nebó sem liggur í Móabítislandi, þvert yfir frá Jeríkó, og skoða það landið Kanaan hvert að eg vil gefa Ísraelssonum til eignar. Og þar skaltu deyja á fjallinu þá þú ert þangað upp kominn og safna þér til þíns fólks, líka sem þinn bróðir Aron hann andaðist á fjallinu Hór og safnaði sér til síns fólks, þar fyrir að þér misgjörðuð á móti mér á meðal Ísraelssona hjá Mótmælisvatninu í Kades í þeirri eyðimörkinni Sín það þér helguðuð mig ekki á meðal Ísraelssona. Því þú skalt sjá það landið þvert yfir frá þér sem eg vil gefa Ísraelssonum en þú skalt ekki koma þangað.“