XIX.

Svo segir Drottinn: [ Far burt og kaup þér einn leirpott af leirsmiðnum og tak með þér nokkra út af öldungunum fólksins og út af hinum elstum prestunum og gakk út í Ben-Hinnomsdal sem liggur fyrir utan tígulsteinsportið og prédika þar þau orðin sem eg segi þér og tala þú so: Heyrið orð Drottins, þér konungarnir af Júda og borgarmenn í Jerúsalem! So segir Drottinn Sebaót, Guð Ísraels: Sjáið, eg vil láta soddan ógæfu ganga yfir þennan stað að hann sem það heyrir, það skal syngja fyrir hans eyrum, þar fyrir að þeir forlétu mig og gáfu einum annarlegum guði þennan stað og hafa þar inni veifað reykelsi fyrir annarlegum goðum sem hverki þeir né þeirra forfeður né kóngarnir Júda hafa þekkt og hafa uppfyllt þennan stað með saklaust blóð. [ Því þeir hafa Baals hæðir uppbyggt til að brenna sín börn Baal til brennioffurs hvað eg hefi hverki boðið þeim né nokkurn tíma þar út af sagt, þar með kom það aldreigi í mitt hjarta.

Þar fyrir sjá þú, sá tími mun koma, segir Drottinn, það þessi staður skal ekki meir kallast Tófet né [ Ben-Himmondalur heldur mun hann Drápsdalur heita. Því að eg vil þá guðsþjónustuna Júda og Jerúsalem í þessum stað niðubrjóta. Eg vil láta þá falla fyrir sverði óvina sinna, í þeirra höndum sem sækja eftir þeirra lífi og þeirra líkami vil eg fuglum loftsins og dýrum jarðarinnar að átu gefa. Og þennan stað vil eg leggja í eyði og til háðungar gjöra so að allir þeir sem þar framhjá ganga þeim skal þykja undrun gegna allar þeirra plágur og gjöra spé að þeim. Eg vil láta þá eta kjötið sona sinna og dætra og hver þeirra skal eta annars hold í þeirri nauð og angist sem að þeirra óvinir og þeir eð sækja eftir þeirra lífi munu þvinga þá með.

Og þú skalt í sundurbrjóta leirpottinn fyrir þeim mönnunum sem út gengu með þér og seg þú til þeirra: So segir Drottinn Sebaót: Líka sem að maður í sundurbrýtur pottasmiðsins leirker það sem ekki kann aftur heilt að verða eins líka so þá vil eg og einnin í sundurbrjóta þetta fólk og þennan stað. Þar til með skulu þeir grafnir verða í Tófet af því að þar mun ekki annað rúm til vera að grafa þá út í. Svoddan umgang vil eg hafa við þennan stað og hans innbyggjara, segir Drottinn, að staður þess skal vera sem Tófet. [ Þar með skulu þau húsin í Jerúsalem og húsin kónganna Júda verða so óhreinleg sem að þessi staðurinn Tófet er, já öll þau húsin þar sem þeir báru reykelsið upp á þekjunni allri himneskri hersveit og fórnuðu annarlegum goðunum drykkjaroffurið.

Og þá eð Jeremias kom heim aftur frá Tófet þangað sem Drottinn hafði sent hann til að spá gekk hann inn í fordyrnar hjá húsi Drottins og sagði til alls lýðsins: So segir Drottinn Drottinn Sebaót, Guð Ísraels: Sjá þú, eg vil láta koma alla þá ógæfu yfir þennan stað og yfir alla hans staði so sem það eg hefi áður umrætt á móti honum af því að þeir eru harðsvíraðir og vilja ekki heyra mín orð.

Ben-Himmondalur) Ben Hinnon hefur verið eitt fagurt, lystilegt dalverpi hartnær Jerúsalem hvers eð getur Josue xx. kap. Í þessum dal hafa þeir síðan eina víðfræga guðsþjónustugjörð stiftað því Lyra segir yfir xxiii. kap. Levit. að Ísraelssynir hafi í þessum dal brennt og offrað sín börn skúrgoðinu Mólok. Mólok var eitt líkneski af kopar, holt hið innra. Það uppfylltu þeir með eld og lögðu börnin í fang því og létu þau brenna en prestarnir gjörðu óhljóð með bjöllum og bumbum og öðrum hljóðfærum so foreldrarnir heyrðu ekki grát barnanna. Af þessum Ben Hinnon gjöra spámennirnir eitt viðurstyggilegt nafn og Christus (Math. v. og xvi.) dregur þar af Gehenna, það er helvítiseldur. Þennan dal hafa þeir síðan Tófet kallað og þýðist Hljóðahús eður Hljóðakirkja og Esaias xxx. tilreiðir kónginum af Assúr slíka gröf, það er, að hann skuli í helvíti brenna.