Prophetinn Amos

I.

Þetta er það sem Amos (hver eð var á meðal fjárhirðaranna í Tekóa) hefur séð yfir Ísrael í tíð Úsía Gyðingakóngs og Jeróbóam Jóassonar Ísraelskóngs, tveimur árum áður en sá jarðskjálfti skeði. [ Og hann sagði: Drottinn skal öskra af Síon og láta heyra sína raust af Jerúsalem svo að haglendi hirðaranna skal aumlega standa og Karmel skal að ofanverðu uppvisna.

So segir Drottinn: [ Fyrir sökum þriggja og fjögra synda Damascus vil eg ei hlífa henni. Því þeir hafa þreskt Gíleað með járnstöngum. En eg vil senda eld í Hasaels hús og hann skal uppeyða Benhadads herbergjum. Og eg vil í sundurbrjóta járnstengurnar í Damasco og uppkippa innbyggjurum úr dalnum Aven og þeim sem á ríkissprota halda af gleðihúsinu so að fólkið af Syria skal burt færast í Kír, segir Drottinn.

So segir Drottinn: [ Sökum þriggja og fjögra synda Gasa vil eg ekki hlífa henni því að þá fangara sem þeir að nýju fönguðu þá hafa þeir rekið í burt í land Edóms, heldur vil eg senda eld í múrana til Gasa hver eð eyða skal hennar herbergjum. Og eg vil uppkippa innbyggjurum af Asdód með þeim sem halda á ríkissprotanum í Askalon og eg vil snúa minni hendi móti Akkaron svo að það skal drepast sem eftir er orðið af þeim Philisteis, segir Drottinn.

So segir Drottinn: [ Sökum þriggja og fjögra synda borgarinnar Sór þá vil eg henni ekki hlífa, af því að þeir ráku og drifu fangarana lengra en í Edómsland og þenktu ekki upp á samband bræðranna, heldur vil eg senda einn eld í Sórmúra hver eð eyða skal hennar herbergjum.

So segir Drottinn: [ Sökum þriggja og fjögra Edóms synda þá vil eg ekki spara hann, af því að hann ofsótti sinn bróður með sveðri og í hel sló þær óléttu og í sundurreif þá ætíð með sinni reiði og heldur í sífellu á sinni grimmd, heldur vil eg senda einn eld í Teman, hann skal eyða herbergjunum í Basra.

So segir Drottinn: [ Fyrir sökum þriggja og fjögra synda þeirra Ammónsbarna vil eg ekki hlífa þeim, því þeir sundurhjuggu þær óléttu í Geleað hvar með þeir gjöra sín landamerki víðari, heldur vil eg uppkveikja einn eld á Rabbamúrum og hann skal uppeyða þeirra herbergjum nær menn kalla á þeim stríðstíma og nær sá vindur kemur í þeirri stormöld. Þá skal þeirra kóngur með sínum höfðingjum færast fanginn í burt, segir Drottinn.

So segir Drottinn: [ Fyrir sökum þriggja og fjögra Móabs synda vil eg ekki hlífa honum því þeir brenndu upp kóngsins bein af Edóm til ösku, heldur vil eg senda einn eld í Móab. Hann skal uppeyða Kirjótssal og Móab skal deyja í upphlaupi og herópi og í lúðraþyt. Og eg vil upprykkja dómendunum á meðal þeirra og alla hans höfðingja með honum drepa, segir Drottinn.