XVI.

Á seytjánda ári Peka sonar Remalía tók Akas sonur Jótam kóngdóm í Júda. [ Akas var tuttugu ára gamall þá hann varð kóngur og hann ríkti sextán ár í Jerúsalem. Og hann gjörði ekki það sem Drottni líkaði so sem hans faðir Davíð því að hann gekk á vegum Ísraelskónga. Þar til með lét hann sinn son fara í gegnum eldinn eftir heiðingjanna svívirðingum hverja að Drottinn hafði útrekið fyrir Ísraelssonum. Og hann færði fórnir og brenndi reykelsi á hæðum og hálsum og undir hverjum blómguðu tré. [

Á þeim tíma fóru þeir Resín, kóngur af Syria, og Peka son Remalía, kóngur af Ísrael, upp að berjast á Jerúsalem og þeir settust um Akas en þeir gátu ekki unnið hann. [ Á þeim sama tíma vann Resín kóngur af Syria borg Elot aftur undir Syriam en rak á burt Gyðinga af borg Elot. En þeir Syri komu og unnu borgina og búa þar allt til þessa dags.

Akas sendi boð til Tíglat Pillesser kóngsins af Assyria og lét segja honum: [ „Eg er þinn þénari og þinn son. Þar fyrir kom upp til mín og hjálpa mér af hendi þeirra Sýrlandskóngs og Ísraelskóngs hverjir upp hafa reist sig á móti mér.“ Og Akas tók allt það silfur og gull sem fannst í húsi Drottins og í féhirslum kóngsins herbergis og sendi þetta kónginum af Assyria til einnrar skenkingar. Og kóngurinn af Assyria hlýddi honum og dró upp til Damaskum og vann hana og flutti á burt borgarmennina til Kír og sló Resín í hel. [

En Akas kóngur dró í mót Tíglat Pillesser kónginum af Assyria til Damascum. Og sem hann sá þar eitt altari það sem var í Damasco þá sendi kóng Akas alla mynd þess altaris og hvernin það var gjört til Úría kennimans. [ Og Úría prestur byggði eitt altari og gjörði það eftir því sem Akas kóngur sendi honum frá Damasko þar til að kóng Akas kom frá Damasco. En sem kóngurinn kom frá Damsco og sá altarið þá færði hann fórnir þar yfir og upptendraði þar á sínar brennifórnir og matoffur og hellti þar yfir sínu drykkjaroffri og lét stökkva þakkoffursins blóði af því sem hann offraði yfir altarið. En koparaltari það sem stóð fyrir Drottni tók hann á burt svo það skyldi ekki standa á millum altarisins og Drottins húss og setti það utan hjá altarinu til norðurs.

Og kóng Akas bauð Úría kennimanni og sagði: „Þú skalt uppkveikja brennioffur á því stóra altari um mornana og matoffur á kveldin og kóngsins brennioffur og hans matoffur og allt fólksins brennioffur í landinu með þeirra matoffri og drykkjaroffri og þú skalt stökkva öllu brennioffursins blóði og allra annarra fórna blóði þar upp á. En eg vil sjálfur hugsa hvað eg vil gjöra af því koparaltari.“ Úría kennimaður gjörði allt það sem kóng Akas bauð honum.

Og kóng Akas braut síðurnar af stólunum og tók kvernunar þar ofan af. Og hann tók hafið af þeim koparuxum sem þar voru undir og setti það niður á bert steingólfið, so og þau sabbatstjöldin sem þeir höfðu byggt í húsinu og hann sneri þeim vegi frá kóng síns húsi til Drottins húss, kónginum af Assyria til vilja.

En hvað meira er að segja um Akas, hvað hann gjörði, sjá, það er skrifað í Júdakónga kroníku. [ Og Akas sofnaði með sínum feðrum og var jarðaður í hjá sínum feðrum í borg Davíðs. En Esekías hans son tók ríki eftir hann.