XXXIII.

Og orð Drottins það skeði til Jeremiam í annað sinn þá eð hann var enn nú innlyktur í fordyrunum myrkvastofunnar og sagði: [ So segir Drottinn sem slíkt gjörir, verkar og framkvæmir; Drottinn er hans heiti. Kalla þú til mín, þá vil eg svara þér og eg vil kunngjöra þér mikla og merkilega hluti sem þú veist ekki. Því að svo segir Drottinn Guð Ísraels af húsunum þessa staðarins, af húsinu konungsins Júda sem niður er brotin að gjöra af hervirki til varnar og af þeim sem eru hér innkomnir til að stríða á móti þeim Chaldeis so að þeir uppfylli þau hinu sömu með dauða líkami, hverja það eg vil í hel slá í minni reiði og heiftargrimmd, því að eg hefi byrgt mína ásjónu fyrir þessum stað fyrir sakir allra þeirra illgjörða.

Sjá þú, eg vil græða þá og heilbrigða gjöra og eg vil auglýsa þeim þá bænina út af friðinum og trúskapnum. [ Því að eg vil snúa herleiðingunni Júda og herleiðingunni Ísraels og eg vil uppbyggja þá so sem í fyrstunni. Og eg vil hreinsa þá út af öllum misgjörðum meður hverjum þeir hafa syndgast á móti mér og eg vil fyrirgefa þeim alla misgjörninga meður hverjum þeir hafa afvega gengið og misgjört á móti mér. Og það skal vera mér eitt gleðilegt nafn, frægð og forprís á meðal allra heiðinna þjóða á jörðu nær eð þeir fá að heyra allt það hið góða sem eg gjöri þeim so að sjálfa þá mun furða það og ægja allur sá góði og allur sá friður sem eg vil gefa þeim. [

So segir Drottinn: [ Í þessu takmarki af hverju þér segið: „Það er í eyði“ með því að þar er hverki menn né fénaður í þeim stöðunum Júda og þeim strætunum til Jerúsalem sem so eru í eyðilögð að þar er ekki fólk neitt eður borgarmenn né fénaður inni, þá skulu þó samt þar inni heyrast aftur hljómurinn af gleðinni og unaðsemdinni, raustin brúðgumans og brúðarinnar og so þeirra raust sem segja: „Þakki þér Drottni Sebaót það hann er so náðarsamlegur og það hann gjörir eilíflegana til góða“ og þeirra sem færa þakklætisoffur í húsið Drottins. Því að eg vil snúa herleiðingunni landsins líka sem það í fyrstunni, segir Drottinn.

So segir Drottinn Sebaót: Í þessum stað sem so er í eyði að þar er hverki menn né fénaður inni og í öllum hans stöðum þá skulu þar enn nú vera hús þeirrar hjarðargeymslumanna sem hjörðunni fæðslu gefa, bæði í þeim stöðunum á fjallbyggðunum og í þeim stöðunum í þeim dölunum og í stöðunum móti suðrinu í Benjamínlandeign og allt um kring Jerúsalem og í þeim stöðunum Júda, að þar skulu enn nú aftur hjarðir ganga, taldar út og inn, segir Drottinn. [

Sjá þú, sá tími kemur, segir Drottinn, að eg vil uppvekja það náðarinnar orð hvert að eg hefi talað til hússins Ísrael og til hússins Júda. Á þeim sömum dögum og á þeim sama tíma vil eg láta Davíð upprenna einn réttlætisins kvist og hann skal vera einn konungur sem vel skal stjórna og hann skal upphefja dómin og réttvísina á jörðu. Á þeim tíma skal Júda hólpinn vera og Jerúsalem búa ugglaust og þeir munu kalla hann „Drottinn sem er vort réttlæti“. Því að so segir Drottinn: Það skal aldreigi bresta að þar skuli eigi einn af Davíð sitja á þeim stólinum hússins Ísrael, líka so skal það aldreigi bresta að þar skuli ei vera kennimenn og Levítar fyrir mér sem offra brennifórnir og upptendra mataroffrið og slátra þeim fórnfæringum eilíflegana. [

Og orð Drottins það skeði til Jeremia og sagði: [ Svo segir Drottinn: Nær eð minn sáttmáli tekur til að þrjóta við dag og nótt so að þar verði ei lengur dagur og nótt á sínum tíma, eins líka so þá skal minn sáttmáli þrjóta við minn þjón Davíð so að hann hafi ekki einn son til konungs á sínum stóli og með þeim Levítunum og prestunum mínum þénurum. Líka so sem mann kann ekki að telja það himneska herliðið, eigi heldur að mæla þann sandinn við sjávarhafið, eins svo vil eg fjölga sæðið Davíðs míns þénara og þeirra Levítanna sem mér þjóna. [

Og orð Drottins skeði til Jeremiam og sagði: Hefur þú áskynja vorðið hvað þetta fólk talar og segir? Að Drottinn hafi í burt kastað þeim tveimur kynkvíslunum sem hann hefur útvalið og [ lasta so mitt fólk, líka sem að skyldi það ekki meir vera mitt fólk. So segir Drottinn: Held eg ekki minn sáttmála við dag og nótt þá skikkunina himins og jarðarinnar, þá vil eg og einnin burt kasta sæðinu Jakobs og Davíðs míns þénara so að eg taki þá ekki út af þeirra sæði sem stjórna skulu yfir sæðið Abrahams, Ísaaks og Jakobs. Því að eg vil snúa þeirra herleiðingu og þeim miskunnsamur vera.