III.

Eg leitaði um nóttina í minni sæng eftir honum sem mín sála elskaði, eg leitaði og fann hann ekki. Eg vil nú standa upp og ganga um kring í staðnum, á götunum og á strætunum og leita eftir þeim sem mín sála elskar. Eg leitaði en eg fann hann ekki. Varðhaldsmennirnir sem gengu í kringum staðinn fundu mig. Hafi þér ekki séð þann sem mín sála elskar? Þá eg var skammt gengin frá þeim þá fann eg þann sem mín sál elskar. Eg hélt honum og vildi ekki sleppa honum þar til að eg leidda hann í minnar móður hús og í minnar móður herbergi.

Eg særi yður, þér dætur Jerúsalem, við geitur og hindur á mörkinni, að þér hverki uppvekið né ómakið mína kærustu þar til hana sjálfa lystir.

Hver þann sem uppgengur af eyðimörkunni sem einn reykstólpi, svo sem ilmur af mirru, reykelsi og allra handa púlveri jurtramakarans? Sjá, í kringum Salomonis sæng standa sextígi sterkir af þeim sterkum í Ísrael. Þeir hafa allir sverð og eru kænir til bardaga, hver hefur sitt sverð á sinni síðu sökum næturóttans.

Salómon kóngur lét gjöra einn sal af Libanusviði og stólparnir voru af silfri en rjáfrið af gulli, sætið af purpura, gólfið í miðjunni var lagt með dýrðlegum steinum fyrir sakir dætra Jerúsalem.

Þér dætur Síon, gangið út og sjáið Salómon kóng með þeirri kórónu sem hans móðir kórónaði hann, á hans brullaupsdag og á glaðværðardegi hans hjarta.