XX.

En þá eð Pashúr prestur sonur Immer kennimanns sem að settur var til höfðingja í húsi Drottins heyrði að Jeremias spáði þessum orðum þá sló hann Jeremiam propheta og kastaði honum inn í hvelfið undir því hæðsta portinu Benjamíns sem er hjá húsi Drottins. [

Og að morgni dags tók Pashúr Jeremiam burt úr hvelfingunni aftur. Þá sagði Jeremias til hans: Drottinn kallar þig ekki Pashúr heldur „Magur allt um kring.“ Því að so segir Drottinn: Sjá þú, eg vil gefa þig og alla þína vini út í hræðsluna og þeir skulu falla fyrir sverði óvina þinna. Það hið sama skaltu sjá með þínum eigin augum. Og eg vil gefa gjörvallt Júda í hönd konungsins af Babýlon so að hann skal burt flytja þá til Babýlon og með sverði drepa. Og so einnin allt góssið þetta staðarins með öllu þeirra verksmíði og öllum dýrmætum gripum og allan þann fjársjóð kóngsins Júda þá vil eg gefa í þeirra óvina hendur svo að þeir skulu ræna því, taka það og flytja til Babýlon. Og þú, Pashúr, með öllu þínu heimkynni skalt hertekinn ganga og í Babýlon koma. Þar skaltu deyja og jarðaðir verða með öllum þínum vinum hverjum eð þú prédikar lygina.

Drottinn, þú hefur so talið um fyrir mér og eg hefi látið umtelja mig, þú ert mér nógu öflugur vorðinn og þú hefur unnið. [ En eg er daglegana fyrir það sama að háðungu vorðinn og hver maður þá dárar mig því að síðan það eg talaði, kallaði og prédikaði út af þeirri plágunni og foreyðslunni þá er mér það orð Drottins daglegana vorðið til háðungar og dáruskapar. Þá þenkta eg: „Nú vel, eg vil eigi lengur minnast hans og prédika ekki meir í hans nafni.“ En það varð í mínu hjarta so sem það einn logandi eldur hefur þar inniluktur verið í mínum beinum so að eg kunni ekki að líða það og eg var svo nær sem af mér kominn.

Því að eg heyri hversu margir þeir straffa mig og hræða mig allavegana: „Áklagið hann ákaflegana“ segja allir mínir vinir og kunningjar, „vér viljum áklaga hann ef að vér gætum so fyrirkomið honum og náð honum og hefnt vor so á honum.“ En Drottinn er hjá mér sem einn öflugur kappi, þar fyrir munu mínir ofsóknarmenn falla og ekki sigur vinna heldur munu þeir mjög skammaðir verða af því að þeir breyta so fávíslegana, ævinleg mun sú skömm vera hverri að ekki mun forgleymt vera. Og nú, Drottinn Sebaót, sem prófar hinn réttferðuga, þú sem sér nýrun og hjörtun, láttu mig sjá þína hefnd á þeim því að eg hefi þér mitt málefni á hendur fólgið. [ Lofsyngið Drottni, vegsamið Drottin, hann sem frelsað hefur lífið hins fátæka úr höndum þeirra illgjörnu.

Bölvaður veri sá dagur á hverjum það eg var fæddur, vansignaður veri sá dagur á þeim eð mín móðir hún fæddi mig. [ Bölvaður sé sá sem flutti mínum föður þau fagnaðartíðindi og sagði: „Einn ungan son hefur þú fengið“ að hann vildi gleðja hann með því, sá hinn sami maður hann sé so sem þeir staðirnir hverjum eð Drottinn umturnaði og það angraði hann eigi og hann skal að morgni heyra ofsaóp og um miðdegið sorgargrát. [ En því hefur þú ekki heldur aflífað mig í móðurkviði so að mín móðir hefði mátt vera mín gröf og hennar kviður hefði so þungaður verið alla ævina? Hvar fyrir mun eg framkominn af móðurkviði að eg skyldi egiga að sjá soddan eymdarlag og hjartans angur og að enda svo mína lífdaga með skömm?