IIII.

Heyrið þetta orð, þér [ feitar kýr sem eruð á fjallinu Samarie, þér sem gjörið rangt nauðþurftugum og niðurþrykkið hina fátæku og segið til yðra herra: „Berið hingað og látið oss drekka!“ Sá Drottinn Drottinn hefur svarið við sinn heilagleika: Sjáið, sá tími kemur yfir yður að menn munu útkrækja yður með krókum og yðar eftirkomendur með fiskiönglum. Og þér skuluð ganga út í gegnum smugurnar þar hver sem komin er og þér skuluð í burt kastast til Hermon, segir Drottinn.

Já þér komið hér til Betel og fremjið synd og til Gilgal og gjörið þar margar syndir og berið fram yðar offur á morna og yðar tíundir þann þriðja dag og gjörið reykelsi af súrdeigi til þakklætisoffurs og prédikið um það sjálfræðisoffur og kunngjörið það. Því að þér Ísraelsbörn viljið það gjarnan so hafa, segir Drottinn Drottinn.

Þar fyrir hefi eg gefið yður í öllum yðar stöðum iðjulausar tennur og brauðsskort í öllum yðar stöðum. Þó samt og áður snúi þér yður ekki til mín, segir Drottinn.

Og eg hefi innihaldið regninu yfir yður so lengi að ekki voru meir en .þrír mánuðir til haustyrkjunnar. [ Og eg lét rigna yfir þann eina stað en yfir þann annan stað lét eg ekki rigna. Einn akurinn fékk regn og sá annar akur fékk ekki regn og hann visnaði. Og tveir þrír staðir drógu til eins staðar og vildu fá vatn að drekka og þeir fengu ei nóg þar af. Þó líka samt og áður sneru þér yður ekki til mín, segir Drottinn.

Eg plágaði yður með þurrk og með brenndu korni og kálormarnir uppátu allt það sem óx í yðrum aldingörðum, víngörðum, á viðsmjörstrjánum og fíkjutrjánum. [ Þó sneru þér yður ekki til mín, segir Drottinn.

Eg senda drepsótt á meðal yðar líka sem í Egyptalandi, eg í hel sló yðar æskumenn með sverði og eg lét yðar hesta í burt færast hertekna. [ Eg lét ólyktina af yðar herbúðum koma til yðar nasa. Þó sneru þér yður ekki til mín, segir Drottinn.

Eg kollvarpaði nokkrum á meðal yðar so sem Guð kollkastaði Sodoma og Gomorra að þér voruð líka sem eldibrandar úr eldi útdregnir. [ Þó sneru þér yður ei til mín, segir Drottinn.

Því vil eg so framvegis gjöra við þig, Ísrael. [ Og með því að eg vil so gjöra í mót þér þá bú þig til að mæta þínum Guði. Því sjá þú, hann er sá sem gjörir fjöllin og skapar vindinn og kennir manninum hvað hann skal tala. Hann gjörir morgunroðann og myrkrið, hann gengur yfir hæðir jarðarinnar, hann heitir Drottinn Guð allsherjar.