IIII.

Hann gjörði og eitt koparaltari, tuttugu álna langt og breitt og tíu álna hátt. [ Hann gjörði og það steypta haf, tíu álna vítt frá einum barmi og til þess annars, kringlótt og fimm álna hátt og ein snúra þrjátígi álna löng lá um kring það. [ Þar voru uxamyndir undir því um kring og þar voru tvær raðir með knappa í kringum hafið (það sem tíu álna vítt var) og voru steyptir með því. Og það stóð svo yfir tólf uxum so að þrír horfðu í norður og þrír í vestur, þrír í suður og þrír í austur. Og hafið stóð ofan á þeim og allur aftari hlutur uxanna snerist inn undir (hafið). Þess þykkt var þverar handar og barmarnir voru svo sem á öðrum bikar og útbreidd rosa og í það gekk þrjú þúsund batha.

Og hann gjörði tíu kvernur og setti fimm af þeim hægramegin, aðrar fimm vinstramegin, að í þeim skyldi þvo allt það sem brennifórnunum tilheyrði. [ En í hafinu þvoðu prestarnir sig.

Hann gjörði og tíu ljósastikur af gulli svo sem þær skyldu vera og setti þær í musterið, fimm til hægri handar og fimm til vinstri handar. [ Hann gjörði og tíu borð og setti þau í musterið, fimm á hægri síðu og fimm á vinstri síðu, og hann gjörði hundrað skálir af klára gulli.

Hann gjörði og einn garð fyrir prestana og eitt mikið gangrúm og dyr á gangrúminu og sló dyrnar með kopar. [ Og hann setti hafið hægramegin mót austri sunnan til. Og Híram gjörði pönnur, sleifar og skálir. Svo fullkomnaði Híram arfiðið sem hann smíðaði Salómon kóngi til Guðs húss, sem var þeir tveir stólparnir með sínum listum og hnöppum ofan á báðum stólpunum og þeir báðir snúnu laufviðarstreingir til að hylja hnappana ofan á stólpunum og þau fjögur hundruð granataepli á þeim báðum snúnum laufstrengjum, tvær raðir granataepli á hvorum streng, og huldu báðar listurnar á hnöppunum sem voru á stólpunum. Og hann gjörði stólana og katlana á stólunum og eitt haf og tólf uxa þar undir, þar til með potta, sleifar, króka. Og öll þeirra ker gjörði Híram Abíf Salómon kóngi til Guðs húss af klárum kopar. Í héraði hjá Jórdan lét kóngurinn steypa þetta í leirjörðu í millum Súkót og Saredata. Og Salómon gjörði ofurmörg þessi ker svo að enginn mann kuni að vita vigtina á koparnum.

Og Salómon gjörði öll kerin til Guðs húss, sem var það gullaltari, borðið og skoðunarbrauðin þar upp á, ljóstastikunar með þeirra lömpum, af kláru gulli, að þær skyldu lýsa fyrir kórnum svo sem tilheyrði og blómstrin á lömpunum og ljósasöxin, það var allt af besta gulli. [ Svo og þar með knífarnir, munnlaugar, skeiðirnar og skálirnar var af kláru gulli. Og dyrnar til þess allrahelgasta og dyrnar á musterisins húsi voru gulllegar. Svo var allt arfiðið fullkomnað sem að Salómon gjörði á húsi Drottins.