XVIII.

Einn sálmur Davíðs, Drottins þjónustumanns, til að syngja fyrir hver eð talaði fyrir Drottni orðin þessa lofkvæðis í þann tíma þá eð Drottinn hafði frelsað hann af höndum allra sinna óvina og af hendi Saul og sagði:

Hjartkæran hefi eg þig, Drottinn, minn styrkleiki, Drottinn mitt hlífðarbjarg, mitt öruggt vígi, minn frelsari, minn Guð, mitt traust á hvert eg treysti,

mín verndarhlíf og horn míns hjálpræðis og mitt athvarf.

Eg vil lofa Drottin og ákalla hann, þá mun eg frelsaður verða í frá mínum óvinum.

Því að mig hafa umkringt böndin dauðans og Belíals bekkir hafa skelft mig.

Böndin helvítis hafa umkringt mig og dauðans snörur yfirbuguðu mig.

Nær eg kveljunst þá ákalla eg Drottin og hrópa til Guðs míns, þá bænheyrir hann mína raust af sínu musteri og mitt ákall kemur frir hans ausýn honum til eyrna.

Jörðin titraði og hristist öll og grundvellir fjallanna skulfu og hrærðu sig þá eð hann reiddist.

Reykur gaus upp af hans nösum en eldur brann af hans munni svo að þar sindruðu neistar út af.

Hann beygði himnana og sté ofan og myrkvaþoka var undir hans fótum

og hann fór upp yfir kerúbím og flaug, hann sveimaði á vindsins vængjum.

Hans tjald í kringum hann var myrkrið og dimm þokuský, þar var hann innihulinn.

Út af þeim geislum fyrir hans augsýn tvístruðust skýin með hagli og eldflugum

og Drottinn hann lét reiðarþrumur slá af himni og sá hinn hæsti gaf út sitt hljóð með hagli og eldgangi.

Hann skaut sínum geislum út og í sundur dreifði þeim, hann lét verða miklar eldingar og hræddi þá.

Þá sáust uppsprettupyttir vatnanna og grundvellir jarðarinnar auglýstu sig, Drottinn, af þinni straffan, út af blæstri andans þinna nasa.

Hann sendi út af hæðinni og meðtók mig og tók mig burt úr miklum vötnum.

Hann frelsaði mig frá sterkustum óvinum mínum og í burt frá þeim eð mig hötuðu, hverjir mér voru megtugri,

þeir eð mér ásókn veittu á mínum hörmungardegi. Og Drottinn var mitt huggunartraust.

Og hann leiddi mig út á víðan völl, hann leiddi mig burt þaðan því hann hafði góðan vilja til mín.

Drottinn hann endugeldur mér eftir mínu réttferðugu málefni, hann umbunar mér eftir hreinferðugleika minna handa

því að eg varðveiti vegu Drottins og breyti ekki illmannlega á móti mínum Guði.

Því að alla hans dóma hefi eg mér fyrir sjónum og hans boðorðum fleygi eg ekki í burt frá mér

heldur em eg flekklaus fyrir honum og bívara mig frá syndinni.

Þar fyrir endurgeldur mér Drottinn eftir mínu réttlæti og eftir hreinferðugleika minna handa í hans augliti.

Hjá heilögum ertu heilagur og hjá frómum ertu frómur og hjá hreinferðugum ertu hreinferðugur og hjá rangsnúnum ert þú rangsnúinn.

Því að þú munt frelsa það fáráða fólk og niðurlæga drambsöm augu.

Því að þú uppbirtir mitt ljós, Drottinn Guð minn hann gjörir mitt myrkur að birtu.

Því að fyrir þig þá fæ eg stríðsfólkið við velli lagt og fyrir minn Guðyfir steinvegginn stokkið.

Guðs vegir eru fyrir utan lýti, orðræður Drottins eru gagnhreinar, hann er einn hlífðarskjöldur allra þeirra sem á hann treysta. [

Því að hver er Guð utan alleinasta Drottinn eða hver er sterkur utan vor Guð?

Guð brynjar mig með krafti og gjörir mína vegu flekklausa.

Hann gjörir mína fætur álíka sem hjartarins og setur mig upp á mína hæð.

Hann kennir mínum höndum að berjast og lærir mína armleggi stálbogann að spanna.

Og þú gefur mér skjöldinn þíns hjálpræðis og þín hægri hönd styrkir mig og nær eð þú auðmýkir mig þá miklar þú mig.

Þú veitir mér nóglegt gangrúm svo það mínir ökklaliðir skriðna ekki.

Eg vil sækja eftir mínum óvinum og handtaka þá og ei aftur snúa fyrr en það eg hefi fyrirkomið þeim.

Eg mun þá niðurslá og þeir munu mér ekki viðstöðu veita, þeir hljóta undir mínar fætur að falla.

Þú kannt með krafti að herklæða mig til bardaga, þú undir mig leggur alla þá sem setja sig upp á móti mér.

Þú gefur mér það mínir óvinir snúa á flótta og eg mínu hatursmönnum í sundur dreifi.

Þeir kalla og þar er sá enginn eð þeim hjálpi, til Drottins, en hann andsvarar þeim ekki.

Eg vil melja þá svo sem moldarduft fyrir vindi, eg vil útskúfa þeim líka sem saurindum á strætum.

Þú hjálpar mér í frá því þráttunarsama fólki og gjörir mig að höfði meðal heiðinna þjóða, það fólk hvert eg þekkta ekki það mun þjóna mér.

Það hlýðir mér með hlýðugum eyrum, já, þeir annarlegu synir afneita mér.

Hinir annarlegu synir þeir hjaðna niður og fara fálmandi í sínum böndum.

Drottinn hann lifir og blessaður sé styrkur minn og Guð míns hjálpræðis sé lofaður,

sá Guð er mér gefur hefndnina og fólkið undir mig leggur,

sá eð frelsar mig í frá óvinum mínum og forhefur mig í burt frá þeim sem settu sig upp í móti mér, þú hjálpar mér í frá þeim hinum ranglátu.

Þar fyrir vil eg, Drottinn, þér þakkir gjöra meðal heiðinna þjóða og lofsyngja þínu nafni,

sá eð auðsýnir mikið hjálpræði sínum konungi og miskunn veitir sínum smurða, Davíð, og hans afkvæmi eilíflega.