XIIII.

Snú þér, þú Ísrael, til Drottins Guðs þíns því þú ert fallinn sökum þinna misgjörninga. [ Takið þessi orð til yðar og snúið yður til Drottins og segið so til hans: „Fyrirgef oss allar vorar syndir og gjör þú oss gott, so viljum vér offra yxnum vorra vara. Assúr skal ekki hjálpa oss og vér viljum ekki meir ríða á hestum og ekki oftar segja til gjörninga vorra handa: [ Þér eruð vor Guð, heldur lát þá föðurlausu finna náð hjá þér.“

So vil eg lækna þeirra misfelli aftur, eg vil gjarna elska þá. Þá skal mín reiði sviptast frá þeim. Eg vil vera Ísrael sem dögg og hann skal blómgast sem ein lilja og hans rætur skulu útbrjótast sem Líbanon. Og hans viðargreinir skulu útbreiðast að hann skal verða so fagur sem olíutré og hann skal gefa so sætan ilm sem Líbanon. Og þeir skulu að nýju sitja undir hans skugga, þeir skulu fæðast af korni og blómgast sem eitt víntré. Hans minning skal vera líka sem vínið á Líbanon.

Efraím, hvað skulu mér héðan af afguðir? Eg vil heyra hans bæn og leiða hann. Eg vil vera sem eitt grænt grenitré og á mér skulu menn finna þína frjóvgan. Sá hann er vís hann undirstendur þetta og sá er klókur sem þvílíkt kann merkja. Því vegir Drottins eru réttir og þeir réttlátu ganga á þeim en þeir syndugu falla á þeim.

Ending prophetans Hoseas