Svo gjörði Besaleel örkina af trjám setím, hálfrar þriðju álnar langa og hálfrar annarrar álnar að hæð og breidd, og bjó hana með klárt gull bæði utan og innan, og gjörði eina gullkórónu ofan um hana, og steypti fjóra gullhringa í hennar fjögur horn, tvo á hvora síðu, og gjörði stengur af setímtrjám og sló þær með gulli og stakk þeim í hringana við síðurnar á aurkinni að bera hana með. [

Og hann gjörði náðarstól af kláru gulli, hálfrar þriðju álnar langan og hálfrar annarrar álnar breiðan og gjörði tvo kerúbím af smeltu gulli á þeim tveimur endum náðarstólsins, einn kerúbím á þessum enda en annan á öðrum. [ Og kerúbím breiddi sína vængi út ofan yfir og huldu þar með náðarstólinn. Og þeir horfðu hvor í móti öðrum og litu á náðarstólinn.

Hann gjörði borðið af trjám setím, tveggja álna langt, eirnrar álna breitt og hálfrar annarrar álnar hátt, og lagði það með klárt gull. [ Hann gjörði og eirn krans af gulli þar um kring og gjörði eina listu þar umhverfis, einnar handbreiddar að hæð, og gjörði eirn gullkrans í kringum listuna, og steypti fjóra gullhringa þar til og setti þá í þau fjögur hörn á þes fjórar fætur, hartnærri listunum, að stengurnar mætti vera þar í að bera borðið með, og gjörði stengurnar af trjám setím og bjó þær með gull að bera borðið með. Og hann gjörði öll kerin sem skyldu til borðsins af kláru gulli, diska, bikara, könnur og skálir til að skenkja af og á.

So gjörði hann og kertistikuna af kláru og smeltu gulli. [ Þar uppá var stjakinn með pípunum, skálunum, hnöppunum og liljunum. Sex pípur gengu út af hennar síðu, þrjár á hvora síðu. Þrjár skálir voru á hvörri pípu með hnöppum og liljum. En á kertastikunni voru fjórar skálir með hnöppum og liljum, já eirn hnappur undir hverjum tveimur pípum, so að þar gengu sex pípur út af henni og þeirra hnappar og pípur þar uppá. Það var allt af smeltu gulli. Og hann gjörði sjö lampa með þeirra ljósasöxum og skaraklofum ljós að slökkva, af kláru gulli. Og hann gjörði hana með öllum sínum búningi af einu centener gulls.

Hann gjörði og reykelsisaltarið af trjám setím, eirnrar álnar á lengd og breidd, rétt ferskeytt, og tveggja álna hátt, með sínum hornum. [ Hann bjó það ofan og á allar síður umhverfis með klára gull, og so hornin með. Og hann gjörði eirn gullkrans í kring um það og tvo gullhringa undir kransinn á báðar síður að stinga stengunum í þá að bera það með. En stengurnar gjörði hann af trjám setím og bjó þær með gull. Og hann gjörði þau helgu smyrsl og reykelsið af hreinum jurtum, eftir smyrslamakarans kunnáttu. [