VI.

Þér Benjamínsbörn, samansafnið yður af Jerúsalem og blásið í lúðrana á varðhaldinu í Tekóa og setjið upp eitt merki á því varðhaldinu Bet Kerem. Því að þar gengur ein ógæfa fram af norðrinu og ein mikil eymdarvesöld. Dótturin Síon hún er líka sem eitt fagurt, lystilegt engi. En þar munu hirðarar koma yfir hana með sína hjörð, þeir munu slá sínum landtjöldum upp í kringum hana og hjarðirnar fæða hver í sínu takmarki og segja: Búið yður til bardaga á móti henni. Standið upp, vér viljum draga upp þangað á meðan það er enn nú hár dagur. Aví, það tekur mjög að kvelda og skugginn gjörist mikill! Nú vel, látum oss vera til reiðu, skyldu vér og einnin á náttarþeli uppdraga þangað og fordjarfa hennar herbergi?

Því að so segir Drottinn Sebaót: [ Afhöggvið trén og gjörið vígvélar á móti Jerúsalem það hún er sú borg sem heimsótt skal verða því þar inni eru ekki utan rangindin ein. Því að líka sem annar brunnur uppvellir vatninu so uppvellur og einnin hennar illska. Hennar rangindi og yfirgangur kallar yfir henni og þeirra morð og manndráp fremja þeir daglega fyrir mér. Gjörðu yfirbót, þú Jerúsalem, áður en það mitt hjarta snýr sér í burt frá þér og það eg gjöri þig að einu eyðilandi þar inni eð enginn býr. So segir Drottinn Sebaót: Hvað eftir er vorðið af Ísrael það skal og líka seinna meir af lesið verða so sem af öðru vínviðartré. En hann sem vínberin les mun kasta hverjum eftir annan í körfina.

Aha, við hvern skal eg þó tala og það vitna so að nokkur vildi það heyra? En þeirra eyru eru ei umskorin, þeir geta ekki heyrt það. Sjá þú, þeir halda orð Drottins fyrir spéskap og vilja ekki heyra það. Þar fyrir er eg so þrútinn af ógnunarheitingum Drottins að eg kann ei af að láta að ausa þeim út, bæði yfir börnin á strætunum og yfir þá fullorðnu í ráðinu, alla til samans. Því að bæði menn og konur, bæði gamlir og örvasa þá skulu herleiddi verða. Þeirra hús skulu verða ókunnigum að hlutskipti ásamt meður þeirra akurlöndum og húsfreyjum því að eg vil útrétta mína hönd, segir Drottinn, yfir landsins innbyggjendur.

Því að þeir eru ágjarnir, bæði smáir og stórir, og bæði prophetarnir og prestarnir þá kenna allir til samans falslega Guðs þjónustu og hugsvala mínu fólki í sinni ógæfu að þeir skuli ekki skeyta par um það og segja: [ „Friður, friður“ – og þar er þó ekki friður. Þar fyrir munu þeir til skammar verða að þeir fremja svoddan svívirðingar, þó vilja þeir samt óskammaðir vera og vilja ekki skammast sín. Þar fyrir hljóta þeir að falla í eina hrúgu og nær eð eg verð þeirra vitjandi þá skulu þeir falla, segir Drottinn.

So segir Drottinn: Stígið upp á veguna og skyggnist um og spyrjið eftir þeim hinum forna veginum, hver að sé sá hinn góði vegurinn, og gangið á þeim hinum sama, þá munu þér hvíld finna yðrum sálum. En þeir segja: „Vér viljum það ekki gjöra.“ Eg hefi sett varðmenn yfir yður, gefið gaum að herlúðursins hljóði. En þeir segja: „Vér viljum það ekki gjöra.“ Þar fyrir þá heyri, þér hinir heiðnu, og gætið að því með yðru liði, þú jörð, hlýtt og til. Sjá þú, eg vil innflytja yfir þetta fólk eina ógæfu sem er þeirra forþénuð laun af því að þeir gefa öngvan gaum að mínum orðum og í burt kasta mínu lögmáli.

Hvað skeyti eg um reykelsið sem kemur út af því ríki Arabia eður um þann góða viðarbörkinn sem kemur úr fjarlægum löndum? [ Yðvar brennioffur er mér ekki þakknæmilegt og yðrar fórnir þóknast mér ekki. Þar fyrir segir Drottinn so: Sjá þú, eg vil setja eina hneykslan á meðal fólks þessa á hverja það þeir skulu sig reka, bæði faðirinn og börnin, og hver nágranninn með öðrum skal tortýnast. So segir Drottinn: Sjá þú, þar skal koma eitt fólk af norðrinu og eitt gilt fólk mum upphefja sig hart nærri voru landi sem hafa boga og skjöldu, þeir eru grimmlegir og miskunnarlausir. Þeir koma þjótandi sem annar stórsjór og ríða á hestum herklæddir sem stríðsmenn á móti þér, þú dótturin Síon. Nær eð vér heyrum af þeim þá munu vorir hnefar niður síga, vér munum hafa angist og sótt sem sú eð fæða skal. Enginn gangi þá út á akurlöndin, enginn gangi þá út á völluna, því að alla vegana er þá háskasamlegt fyrir óvinanna sverði. [

Þú dótturin míns fólks, klæð þig í sekk og legg þig í ösku, harmaðu líka sem fyrir einum einkasyni og syrg so sem sá eð næsta mjög er sorgbitin. Því að fordjarfarinn kemur mjög skyndlegana yfir oss.

Eg hefi sett þig til eins niðursmeltara á meðal míns fólks sem er so hart að þú skalt reyna og prófa þeirra breytni. Allir saman þá eru þeir fráhorfnir og ganga sviksamlegana, allir eru þeir fordjarfaður kopar og járn. Smiðjubelgurinn er uppbrenndur, blýið í burt hverfur so það kemur til einskis niður að smelta því að það hið vonda er ekki frá skilið. Þar fyrir kallast þeir og einnin eitt forskotið silfur því að Drottinn hefur útskúfað því.