XLV.

Brúðardiktur og menntanarfræði sona Kóra til að syngja fyrir út af liljurósinni

Hjarta mitt það yrkir eitt ágætt kvæði, út af einum konungi vil eg syngja, mín tunga er skriffjöður eins ágæts skrifara. [

Þú ert hinn fríðasti á meðal allra mannanna sona, ástúðlegar eru þínar varir, þar fyrir blessar þig Guð eilíflega.

Gyrt þitt sverð við þína síðu, þú hetja, og halt þig gjörvilegan“

Það lukkast þér vel í þinni fegurðarprýði, bruna þú hér fram sannleiknum til góða og þá hinu fátæku við réttindin að bíhalda, þá mun þín hægri hönd dásemdarverkin auðsýna.

Hvöss eru þín skeyti so það fólkið hrynur niður fyrir þér, mitt á millum kóngsins óvina.

Guð, þinn veldisstóll hann blífur um aldur og að eilífu, þín ríkisspíra er réttur sproti. [

Þú elskar réttlætið en hatar óguðlegt athæfi, þar fyrir hefur þig Guð, þinn Guð, smurt með gleðinnar viðsmjöri fram yfir þína hluttakendur.

Þín klæði eru ei utan myrra, aloes og kezia, nær að þú útgengur af þeim fílabeinsherbergjum í þinni herralegri prýði.

Í þinni fegurðarprýði frambruna konunganna dætur, brúðurin stendur til þinnar hægri handar í skæru forkostulegu gullvefjarperli.

Heyr þú, dóttir, lít þar á og hneig þín eyru: Forgleym þínu fólki og þíns föðurs húsi.

Þá mun konungurinn lysting hafa á þinni fegurð því að hann er þinn Drottinn og þú skalt hann tilbiðja.

Dæturnar Sór munu þar meður fégjöfum vera, hinir ríku meðal fólksins munu grátbæna fyrir þér.

Konungsins dóttir er hið [ innra prýdd með allri vegsemd, hún er klædd með gullvefjarborðum.

Hún er í margbreyttum klæðnaði til konungsins leidd og hennar leiksystur, meyjarnar, þær eð henni eftir fylgja verða leiddar [ til þín.

Þær verða leiddar með glaum og gleðskap og innganga í konungsins höll.

Í staðinn feðra þinna munu þér synir fæðast, þá muntu setja til höfðingja út í allri veröldunni.

Minnast mun eg þíns nafns frá slekti til slektis, fyrir það mun fólkið þér þakkir gjöra um aldir að eilífu.