Salomonis speki

til þeirra týranna

I.

Þér stjórnendur á jörðunni, elskið réttvísina. Hugsið það að Drottinn kann að hjálpa og hræðist hann alvarlega því að hann lætur þá finna sig sem ekki freista hans og hann birtist þeim sem honum ekki mistreysta. En fáviskunnar myrkur eru langt frá Drottni og þá ströffunin kemur þá auðsýnir hann hvílíkir þussar hinir aðrir hafa verið. Því að spekin kemur ekki í eina hrekkvísa sál og býr í þeim líkama sem syndinni er undirgefinn.

Því að heilagur andi sá sem rétt kennir hann flýr frá skúrgoðaþénurum og víkur frá þeim heimsku, hverjir straffaðir verða með syndunum sem þeir gjöra. Því að spekin er góð so að hún ekki lætur lastarann óhegndan. Þvi að Guð er vitni allra hugrenninga og kennir að vísu öllu hjörtu og heyrir öll orð. Því að veraldarkringlan er full með anda Drottins og sá sem ræðurnar þekkir hann er alls staðar. Þar fyrir kann sá ekki að dyljast sem órétt talar og sá dómur sem hann skal straffa skal honum ei bregðast. Því að ráðagjörð hins óguðlega skal koma fyrir dóminn og hans orð skulu koma fyrir Drottin svo að hans ranglæti verði straffað. Því að eyru [ vandlætarans heyra allt og spéskapur hæðarans skal ekki vera hulinn.

Því forðist nú þann skaðsamlega löst og heftið yðar tungu frá blótinu. Því að það sem þér heimuglega talið hver í annars eyru það verður eigi svo að öngvu því að sá munnur sem lýgur hann deyðir sálina. Stundið ekki eftir dauðanum með yðvari villu og sækið ekki so ákaflega eftir fordjörfuninni með yðar handaverkum. Því að Guð hefur ekki gjört dauðann og hefur ei þóknan á fordjörfun þeirra liföndu heldur skapaði hann alla hluti að þeir skyldi so vera. Og hvað í veröldinni er skapað það er gott og þar í er ekkert skaðlegt. Þar til er helvítisríki ekki á jörðu (það réttvísin er ódauðleg) heldur sækja þeir óguðlegu þar eftir bæði með orðum og verkum því að þeir halda [ ann fyrir vin og fara burt þangað og hafa samtök við hann því að þeir eru þess maklegir að þeir verði hans hlutskipti.