1Elskið réttvísi, þér jarðarinnar dómarar, hugsið til Drottins með ráðvendni, og leitið hans með einlægu hjarta!2því hann lætur þá finna sig sem ekki freista hans, og opinberar sig þeim sem ekki vantreysta honum.3Því rangar hugsanir víkja frá Guði, og sá prófaði máttur færir dárunum heim sanninn.4Því spekin kemst ekki inn í þá sál sem illt smíðar, og býr ekki í þeim líkama sem syndin brúkar (þrælkar).5Því sá helgi menntunarandi flýr hrekki, og fer burt frá óskynsamlegum hugsunum, og þegar ranglætið nálgast, þá fælist hann burt.6Því spekin er mannkærlegur andi, og lætur ei óhegndan þann lastmálga fyrir hans varir; því Guð er vitni hans nýrna, og sannur rannsakari hans hjarta, og heyrari hans tungu.7Því Herrans andi uppfyllir heimshringinn, saman heldur öllu og þekkir talið (raustina).8Því getur enginn falist sem rangt talar, og ekki mun refsidómurinn framhjá honum fara.9Því rannsakaðar munu verða ráðagjörðir þess óguðlega og heyrn hans tals mun koma fyrir Drottin, svo hans misgjörðir verði straffaðar.10Því vandlætingarinnar eyra heyrir allt, og buldur hljóðstraffsins verður ei hulið.
11Gætið yðar því við ónýtu hljóðskrafi, og varðveitið yðar tungu fyrir lastmælgi! því heimuglegt flaður fer ei til einkis af stað, og lygagjarn munnur deyðir sálina.12Sækist ei eftir dauðanum með villu yðar lífs, og dragið ei yfir yður tjón með verkum yðar handa!13Því Guð hefir ekki gjört dauðann, og ekki vill hann að þeir fyrirfarist sem lifa.14Allt skóp hann svo það væri til, og heilnæmt, (þénanlegt til varðveislu lífsins) er allt sem í heiminum er til orðið, og í því er ekkert drepandi eitur, og ekki hefir helja heldur sitt ríki á jörðunni.15Því réttlætið er ekki dauðlegt.16En þeir guðlausu kalla dauðann fram með hönd og orði, þeir álíta hann vin sinn og fyrirfarast; þeir gjöra sáttmála við hann, því þeir eru maklegir til að verða hans hlutdeild.
Speki Salómons 1. kafliHið íslenska biblíufélag2018-01-02T01:05:29+00:00
Speki Salómons 1. kafli
Áminning að stunda réttvísi og vísdóm.
Hægt er að nálgast texta þessa kafla í öðrum íslenskum þýðingum með því að smella á nafn þýðingarinnar hér fyrir neðan. Þýðingin opnast í nýjum glugga.