Jesús talar við þá samversku; umvendir mörgum samverskum; fer til Galíleu og Nasareth; læknar þjón konungsmannsins í Kapernaum.

1Þegar Drottinn fékk það að vita, að farísearnir höfðu frétt að hann drægi til sín fleiri lærisveina og skírði fleiri enn Jóhannes—2Jesús skírði samt ekki sjálfur, heldur hans lærisveinar—3fór hann burtu úr Júdeu og kom aftur til Galíleu.4En hann varð að ferðast um Samaríu.5Þá kom hann að borg í Samaríu, sem heitir Sikkar; hún er nálæg því landi, sem Jakob gaf syni sínum Jósep.6Jesús, sem var vegmóður, settist niður við brunninn, það var um hádegi.7Þar kom þá kona nokkur samversk til að ausa vatn. Jesús sagði við hana: gef þú mér að drekka!8því lærisveinar hans voru farnir inn í borgina að kaupa mat.9Sú samverska kona ansaði og sagði til hans: hvörnig stendur á því, að þú sem ert Gyðingur, biður mig, konu samverska, að gefa þér að drekka?—því ekki hafa Gyðingar umgengni við samverska menn.—10Jesús svaraði og sagði henni: ef þú þekktir Guðs gjöf og hvör sá er, sem segir við þig: gef mér að drekka, þá mundir þú biðja hann að gefa þér lifandi vatn.11Konan sagði til hans: þú hefir ekkert að ausa með, og djúpt er niður í brunninn; hvaðan hefir þú þá hið lifanda vatn?12eður ertú meiri föður vorum Jakob, sem gaf oss brunninn og drakk sjálfur af honum, og hans synir og hans fénaður?13Jesús svaraði henni og sagði: þann þyrstir aftur, sem drekkur af þessu vatni,14en hinn, sem drekkur af því vatni, er eg mun gefa, skal að eilífu ekki þyrsta, heldur mun það vatn, sem eg mun gefa honum verða í honum að lind uppsprettandi til eilífs lífs a).15Konan segir þá við hann: Herra! gef mér þetta vatn, að mig þyrsti ekki framar og eg þurfi ekki að koma hingað til að ausa vatn.16Jesús segir: far þú, kallaðú mann þinn og kom þú svo hingað.17Konan svaraði og sagði: eg á engan mann; Jesús sagði til hennar: rétt segir þú, að þú eigir engan mann;18því þú hefir átt fimm menn og sá, sem þú nú hefir, er ekki þinn maður; það sagðir þú satt.19Konan segir þá til hans: Herra! eg sé að þú ert spámaður.20Feður vorir hafa tilbeðið á þessu fjalli, en þér segið: að í Jerúsalem sé staðurinn hvar eigi að tilbiðja.21Jesús segir henni: kona! trú þú mér, sá tími kemur, að þér hvörki munuð tilbiðja Föðurinn á þessu fjalli, né í Jerúsalem.22Þér tilbiðjið það, sem þér ekki þekkið b), vér þekkjum það, sem vér tilbiðjum, því af Gyðingum er hjálpræðið.23En sá tími kemur og er nú þegar kominn, að sannir tilbiðjendur munu tilbiðja Guð í anda og sannleika, því Faðirinn leitar þeirra, sem þannig tilbiðja hann.24Guð er andi og þeir, sem hann tilbiðja, eiga að tilbiðja hann í anda og sannleika.25Konan segir þá til hans: eg veit að Messías kemur—Messías er sama og Kristur—þegar hann kemur, mun hann kunngjöra oss alla hluti.26Jesús segir til hennar: eg, sem við þig tala, eg er það.27Rétt í því komu hans lærisveinar að og hnykkti þeim við að hann talaði við konuna; þó sagði enginn: hvað ertú að biðja hana um? eður hvað ertú að tala við hana?28Konan skildi þar eftir vatnsfötu sína og gekk inn í borgina og sagði fólkinu:29komið að sjá mann, sem sagði mér allt hvað eg hefi aðhafst; mundi ekki þessi vera Kristur?30Menn gengu þá út úr borginni og komu til hans.31Meðan á þessu stóð, vöktu lærisveinarnir máls við hann og sögðu:32Meistari! et þú! hann ansaði þeim: eg hefi þá fæðu að eta, sem þér ekki vitið af.33lærisveinarnir sögðu þá hvör við annan: ætla nokkur hafi fært honum mat?34Jesús segir þeim: minn matur er að gjöra vilja þess, sem mig sendi og leysa af hendi hans verk.35Segið þér ekki, enn þá eru fjórir mánuðir, svo kemur uppskeran? sjá! eg segi yður, lítið upp og sjáið akrana, þeir eru þegar hvítir til uppskeru.36Hvör, sem uppsker fær laun og safnar ávexti til eilífs lífs, svo ásamt fagni bæði sá, sem sáir og sá, sem uppsker;37því hér sannast orðtækið: annar sáir og annar uppsker.38Eg hefi sent yður til að uppskera það, sem þér ekki unnuð að, aðrir unnu og þér hafið gengið að þeirra vinnu.39En margir samverskir menn úr þeirri borg trúðu á hann fyrir konunnar orð, sem vitnaði: hann hefir sagt mér allt, sem eg hefi aðhafst.40Þegar nú samverskir komu til hans, beiddi þeir hann að vera hjá sér, og hann var hjá þeim tvo daga;41og miklu fleiri trúðu fyrir hans orð, og sögðu við konuna:42vér trúum nú ekki framar fyrir þín orð, því vér sjálfir höfum heyrt og vitum að þessi er sannarlega heimsins Frelsari Kristur.
43En eftir tvo daga hélt hann þaðan og fór til Galíleu—44en sjálfur Jesús vitnaði að spámaður fengi ekki heiður í eigin föðurlandi.45—En þegar Jesús kom í Galíleu, tóku Galíleu menn við honum, sem höfðu séð allt það, er hann á hátíðinni hafði gjört í Jerúsalem; því líka höfðu þeir sótt þangað hátíðina.
46Þá kom Jesús aftur til Kana í Galíleu, hvar hann hafði gjört vatnið að víni. Og konungsmaður nokkur var sá, hvörs sonur lá sjúkur í Kapernaum.47Þegar þessi frétti að Jesús væri kominn frá Júdeu til Galíleu, fór hann til hans og bað hann koma að lækna son sinn; því hann lægi dauðvona.48Jesús sagði til hans: þér trúið ekki, nema þér sjáið tákn og stórmerki.49Konungsmaðurinn sagði: Herra! kom þú, áður en sonur minn andast! Jesús segir til hans: far þú! sonur þinn lifir.50Og maðurinn trúði því orði, sem Jesús talaði til hans og fór.51En áður en maðurinn komst heim, mættu honum þjónar hans og sögðu: sonur þinn lifir.52Þá spurði hann þá að, nær honum hefði farið að létta? og þeir sögðu honum: í gær aflíðanda hádegi yfirgaf sóttin hann.53Þá sá faðirinn að það var á þeim tíma, er Jesús hafði sagt: sonur þinn lifir.54Og hann trúði og allt hans heimafólk. Þetta var hið annað jarteikn, sem Jesús gjörði, þegar hann kom til Galíleu frá Júdeu.

V. 5. 1 Mós. 33,19. 48,22. V. 6. Sumar útg. bæta við: þar var Jakobsbrunnur. V. 14. Kap. 6,35. Esa. 58,11. a. Stærri sælu þekkja menn ekki í þeirri þurrlendu Austurálfu, en nægt af rennanda vatni. V. 22. 1 Mós. 12,3. Esaj. 2,3. b. Þér samverskir hafið ekkert fyrir yðar meiningu, að Guð sé rétt að dýrka á fjallinu. Vér Gyðingar höfum fyrir oss Ritninguna, 5 Mós. 12,5.11. 1 Kóng. b. 8,29. 9,3. V. 35. Matt. 9,37. V. 43. Matt. 4,12. V. 44. Matt. 13,57.