Samtal við Nikódemus um endurfæðingu, trú og góðverk. Jesús skírir og Jóhannes. Þessi vitnar enn um Jesúm.

1En þar var maður nokkur af flokki faríseanna, er hét Nikódemus, einn af höfðingjum Gyðinga.2Hann kom til Jesú um nótt og sagði til hans: Meistari! vér vitum að þú ert lærifaðir kominn frá Guði, því enginn getur gjört þau jarteikn, sem þú gjörir, nema Guð sé með honum.3Jesús svaraði og sagði til hans: sannlega, sannlega segi eg þér: maðurinn getur ekki notið Guðs ríkis nema hann endurfæðist.4Nikódemus segir til hans: hvörnig getur maðurinn fæðst þá hann er orðinn gamall? getur hann aftur komist í kvið móður sinnar og fæðst?5Jesús svaraði: sannlega, sannlega segi eg þér: ef maðurinn fæðist ekki af vatni a) og anda, getur hann ekki fengið inngöngu í Guðs ríki.6Það, sem af holdi er fætt, það er hold, og hvað, sem af andanum er fætt, er andi.7Undrast þú ekki að eg sagða þér: yður byrjar að endurfæðast.8Vindurinn blæs hvar sem hann vill og þú heyrir hans þyt, en ekki veistú hvaðan hann kemur eður hvört hann fer; eins er því varið með hvörn, sem af andanum er fæddur.9Nikódemus svaraði og sagði til hans: hvörnig má þetta ske?10Jesús svaraði og sagði til hans: ertú lærimeistari Gyðinga og veist ekki þetta?11sannlega, sannlega segi eg þér: vér tölum það vér vitum og vitnum það vér séð höfum og vorn vitnisburð meðtakið þér ekki.12Ef að þér trúið mér ekki þegar eg segi yður jarðneska hluti, hvörnig munuð þér þá trúa, ef eg segi yður himneska hluti?13Enginn hefir stigið til himins nema sá, sem niðursté af himni, Mannsins Sonur, sem er á himni.14Og eins og Móses upphóf höggorminn á eyðimörkinni, svo á Mannsins Sonur að verða upphafinn,15til þess að hvör, sem á hann trúir ekki tapist, heldur hafi eilíft líf.16Því svo elskaði Guð heiminn, að hann gaf sinn eingetinn Son til þess, að hvör, sem á hann trúir ekki tapist, heldur hafi eilíft líf.17Því ekki sendi Guð sinn Son í heiminn til að dæma heiminn, heldur til þess að heimurinn frelsaðist fyrir hann.18Hvör á hann trúir dæmist ekki, en hvör hann trúir eigi, sá er nú þegar dæmdur, því hann trúði ekki á nafn Guðs eingetins Sonar.19En þessi er dómurinn: ljósið kom í heiminn og mennirnir elskuðu myrkrið meir en ljósið, því þeirra verk voru vond.20Hvör, sem illt aðhefst, hatar ljósið og kemur ekki til ljóssins, svo verk hans verði ekki uppvís.21En sá, sem sannleikanum hlýðir, hann kemur til ljóssins, svo verk hans verði opinber, því þau eru gjörð að Guðs vilja.
22Eftir þetta kom Jesús og hans lærisveinar til Júdeu;23þar var hann með þeim og skírði; en Jóhannes skírði í Ainon nálægt Salem, því þar var vatn mikið. Þangað komu menn og létu sig skíra;24því ekki var enn búið að kasta Jóhannesi í myrkvastofu.25Þá varð þræta milli Jóhannesar lærisveina og Gyðings nokkurs um hreinsunina.26Og þeir komu til Jóhannesar og sögðu: Meistari! sá, sem var með þér hinumegin Jórdanar, hverjum þú gafst vitnisburðinn, sjá þú! þessi skírir og allir koma til hans.27Jóhannes svaraði: maðurinn getur ekkert tekið, nema honum sé gefið það af himni.28Þér eruð mínir vottar að eg sagði: ekki em eg Kristur, en eg er sendur á undan honum.29Sá, sem brúðurina hefur, hann er brúðgumi, en brúðgumans vinur, sem stendur hjá honum og heyrir hann, gleðst mjög við rödd brúðgumans. Þessi mín gleði er nú fullkomnuð.30Hann á að vaxa en eg að minnka.31Sá, sem er af jörðu, hann er af jörðu og talar af jörðu. Sá, sem kom af himni, er yfir öllum;32og það, sem hann hefir heyrt og séð, það vitnar hann og enginn meðtekur hans vitnisburð.33En sá, sem meðtekur hans vitnisburð, sá kannast við að Guð hafi efnt sín fyrirheit.34Sá, sem Guð sendi, talar Guðs orð, því ekki gefur Guð andann af skornum skammti.35Faðirinn elskar Soninn og hefir gefið alla hluti í hans hönd.36Hverr, sem trúir á Soninn, sá hefir eilíft líf, en hver, sem ekki hlýðnast Syninum, skal ekki sjá lífið, heldur varir Guðs reiði yfir honum.

V. 5. a. Hreinsist af illu og lífgist til góðs. V. 6. Róm. 8,13.14. Eph. 2,3. V. 12. Spek. b. 9,16. V. 13. Kap. 6,62. V. 14. 4 Mós. 21,8.9. V. 23. Matt. 3,6. Mark. 1,5. V. 24. Matt. 14,3. V. 26. Matt. 3,15. 1,17.34. V. 27. Kap. 19,11. Jak. 1,17. V. 31. Kap. 8,23. V. 33. 1 Jóh. 5,10. V. 36. v. 18.