Bæn móti óvinum. (1 Sam. 24,4).

1Ljóð af Davíð; bæn þá hann var í hellirnum.2Með hárri raust kalla eg til Drottins, með hárri raust bið eg Drottin um náð.3Eg úteys mínu kveini fyrir hans augliti, mína neyð tjái eg frammi fyrir hans augsýn.4Þegar minn andi vanmegnast í mér, þá þekkir þú mína götu, á veginn sem eg á að fara um, leggja þeir fyrir mig snörur.5Eg lít til hægri handar og sé þar engan sem við mig kannast; mér er allt hæli horfið, enginn gefur um mig.6Þá kalla eg til þín, Drottinn! eg segi: þú ert mitt hæli, mín hlutdeild á landi hinna lifandi.7Gef gaum að mínu kalli, því eg er mjög aumur, frelsaðu mig frá þeim sem ofsækja mig, því þeir bera mig ofurliða.8Leið sál mína úr fangelsinu, að eg megi prísa þitt nafn! þeir ráðvöndu safna sér í kringum mig, ef að þú gjörir vel við mig.