Esekíel fyrirmyndar með einu víntré spillingu og sorgleg afdrif Jerúsalems innbyggjenda.

1Drottinn talaði til mín þessum orðum:2hvað hefir vínviðurinn fram yfir annan við, þessi teinungur meðal skógardýranna?3Verður nokkuð af honum tekinn efniviður til smíða? fæst nokkuð úr honum nagli, til að hengja eitthvört amboð upp á?4Nei, hann er hafður til eldsneytis. Hafi nú eldurinn brennt báða enda hans, og sé miðjan sviðnuð, hvört gagn er þá að honum til efniviðar?5Meðan hann var enn þá heill, varð ekkert úr honum smíðað, því síður, að nú verði nokkuð úr honum gjört, þegar eldurinn hefir brennt hann og sviðið.6Eins og menn nú—svo segir Drottinn alvaldur—fara með vínviðinn jafnt og önnur skógartré, þau er eg hefi ætlað til eldsneytis, eins skal eg fara með innbúa Jerúsalemsborgar:7eg skal líta til þeirra með reiðisvip; komist þeir úr einum eldi, skulu þeir í öðrum brenna. Þér skuluð þá viðurkenna, að eg em Drottinn, þegar eg lít til þeirra í reiði minni;8eg skal gjöra landið að auðn, sökum þess þeir hafa stórlega misbrotið, segir Drottinn alvaldur.