Sama efni.

1Í annað sinn, þegar einhvör byrjar sjóferð og ætlar sér að fara um þær ólgandi bylgjur, ákallar hann fúnara tré, heldur en skipið sem flytur hann;2því ábatagirndin hefir það uppfundið og meistarinn, með sínum hagleik, tilbúið.3En þín forsjón, faðir, stýrir því, þar eð þú líka á hafinu leyfir veg, og um bylgjurnar óhulta götu,4þú sýnir, að þú getir úr öllu bjargað, svo menn og án konstar fari út á hafið.5En þú vilt ekki að verk þinnar speki, séu ónotuð: því trúa menn því lítilfjörlegasta tré fyrir sínu lífi, og komast af á flökum gegnum bylgjurnar.
6Því líka í fornöld, þegar þeir dramblátu risar fyrirfórust, slapp heimsins von undan á flaka, og eftirskildi kynstofn þinn seinna heimi, en þú stýrðir með þinni hendi.7En blessaður er sá viður fyrir hvörn réttlætið skeður;8en það sem gjört er af manna höndum er bölvað, það einmitt, og sá sem það gjörði: af því hann hefir gjört það, og hið forgengilega var kallað Guð.9Því Guði er jafn illa við þann guðlausa og guðleysið,10verkið mun með meistaranum undir eins fyrir hegningu verða.
11Því mun og koma hegning yfir Goð þjóðanna, af því þau eru orðin að viðbjóð í sköpun Guðs, hneyksli fyrir sálir mannanna, og snara fyrir fætur dáranna.12Því upphaf afguðadýrkunarinnar er uppáfinning goðanna, og uppáfinning þeirra sömu, lífsins spilling.13Því hvörki voru þau frá upphafi, ei heldur munu þau eilíf verða.14Því af hégómlegri grillu manna komu þau í heiminn, og því er skjótur endir þeirra ályktaður.
15Faðir beygður af sorg snemma ævinnar gjörði bílæti eftir því barni sem fljótt var frá honum tekið, heiðraði þá dauðan mann sem Guð og eftirskildi sínum heimuglega guðsþjónustu og fórnir.16Síðan staðfestist með tímanum þessi guðlausi siður, og hans var gætt sem laga, og eftir boði yfirdrottnara voru sem guðir heiðruð útskorin bílæti.17Eftir þeim, sem menn gátu ei heiðrað í þeirra augsýn, af því þeir bjuggu í fjarlægð, bjuggu menn til bílæti, í fjarska, og gjörðu þekkjanlegt bílæti eftir heiðruðum kóngi, svo þeir gætu alúðlega smjaðrar fyrir þeim fjarlæga, eins og hann væri nálægur.18Ærugirnd meistarans, án þess menn vissu það, hvatti og til að auka þessa þjónkun;19því þessi vildi, að líkindum, geðjast þeim volduga, og lagði sig allan til með sinni konst að a) hefja það líka til fegurðar.20En fjöldinn, tældur af verksins snilld, ætlaði sá ætti að tilbiðjast sem skömmu áður var heiðraður sem maður.
21Og það varð lífinu tilefni til syndar, að menn gáfu viss eiginleg nöfn steinum og tré af tilhliðrunarsemi við óheppni eður yfirdrottnun.22Þannig nægði þeim ei að villast í Guðs þekkingunni, heldur kalla þeir svo mikla sælu það sem raunar var ógæfa, því þeir lifa í miklu stríði vanviskunnar.23Því þá þeir annaðhvört fórnfærðu myrtum börnum, eða tíðkuðu heimuglega guðaþjónustu, eða héldu óhóflegar veislur eftir útlendum siðum,24varðveittu þeir hvörki hreinan hjúskap né breytni, heldur myrðir hvör annan sviksamlega, eða móðgar með hjúskaparrofi.25Yfir öllum, án mismunar, drottnar blóð og morð, þjófnaður og tál, spilling, svik, uppreisn, meinsæri,26ónáðun góðra, vanþakklæti, saurgun sálnanna, kynvilling, hjónabandsrof, hórdómur og lauslæti.27Því heiðrun einkisverðra goða, er upphaf alls ills, orsök og takmark.28Því annaðhvört geysa þeir í kátínu, eða spá lygi, eða lifa ranglátlega, eða sverja með lauslyndi falska eiða.29Því þar eð þeir treysta líflausum goðum, kvíða þeir engum skaða af fölskum eiðum.30En fyrir hvörttveggja mun yfir þá koma réttvís refsing, að þeir af rangri ímyndan um Guð, aðhylltust goðin, og sóru meinsæri með svikum, forsmáandi það heilaga.31Því ekki makt þeirra við hvörja svarið er, heldur sú syndurum ákveðna hegning, kemur ætíð yfir misgjörð þess rangláta.

V. 19. a. Að gjöra ekki aðeins bílætið líkt, heldur og fallegt.