Sundurlaus sannmæli.

1Milt svar heftir reiði, en mæðulegt orð uppvekur þykkju.2Tunga hinna vísu gjörir þekkinguna sæta; en munnur hinna fávísu spýr heimsku.3Drottins augu eru allsstaðar, þau sjá illa og góða.4Holl tunga er lífsins tré, en hennar misbrúkun er eyðileggjandi stormur.5Dárinn forsmáir umvöndun síns föðurs, en sá sem man til refsingarinnar verður hygginn.6Í húsi hins réttláta er gnægð auðæfa; en í inntekt hins óguðlega er óregla.7Varir hinna vísu útstrá þekkingu; en dáranna hjörtu (gjöra) ei svo.8Óguðlegra fórn er Drottni andstyggð; en bæn hinna hreinskilnu er hans velþóknan.9Viðurstyggð fyrir Drottni er vegur hins óguðlega; en hann elskar þann, sem stundar réttvísi.10Á ströngum aga á sá von, sem götuna yfirgefur; sá sem hatar refsinguna hlýtur að deyja.11Undirheimar og afgrunnið er opið fyrir Drottni; miklu framar hjörtu mannanna barna.12Spottarinn elskar ei ávítun, til þeirra hyggnu gengur hann ekki.13Glatt hjarta gjörir andlitið hýrlegt, en af hjartans hryggð verður andardrátturinn erfiður.14Hyggið hjarta leitar að þekkingu, en munnur fávísra nærist á heimsku.15Allir dagar hins vesæla eru sorglegir, en glatt sinni er iðuglegt gestaboð,16betra er lítið með Guðs ótta, enn mikill fésjóður og armæða með,17betri er einn réttur af kálmeti með kærleika, heldur en alinn uxi með hatri,18bráðlyndur maður vekur þrætur, en sá sem hefir langlundargeð stillir kíf.19Vegur hins lata er sem þyrnigerði, en gata hins hreinskilna er rudd.20Hygginn sonur gleður föðurinn, en fávís maður fyrirlítur sína móður,21heimskum manni er heimskan fögnuður; en sá skynsami maður gengur beint áfram.22Ráðagjörðir verða til einkis, þá ekki er leitað ráða, en staðfestast þar sem margir eru ráðgjafarnir.23Vænt þykir mönnum um þann sem svarar rétt, orð í tíma talað, hvörsu ágætt er það!24Lífsins vegur er uppámóti þeim hyggna, svo hann sneiði hjá helvíti fyrir neðan.25Drottinn niðurbrýtur hús þeirra dramblátu; en setur föst landamerki ekkjunnar.26Ráðagjörðir vondra eru Drottni andstyggð; en hreint fyrir honum er ástúðlegt tal.27Sá ágjarni kemur á stað óorðu í sínu húsi; en sá sem hatar mútur mun lifa.28Hjarta hins réttláta hugsar sig um svar; en munnur óguðlegra spýr vonsku.29Drottinn er fjærlægur þeim óguðlegu; en hann heyrir bæn þeirra réttlátu.30Hýrlegt auga gleður hjartað; góður boðskapur feitir beinin.31Það eyra sem lífsins umvöndun heyrir, mun umgangast þá vísu.32Sá sem sleppir umvöndun, foraktar sig sjálfan; en sá sem heyrir aðvörun, útvegar sér hyggindi.33Ótti Drottins er umvöndun til visku, og á undan heiðri gengur auðmýktin.