1.) Abraham giftist aftur og deyr. 2.) Ættir Ísmaels og Ísaks. 3.) Esau og Jakob fæðast—þeirra viðskipti.

11.) Og Abraham tók sér konu aftur, hún hét Ketúra.2Og hún fæddi honum Simram og Joksan og Medan og Midian og Jesbak og Súa.3Og Joksan gat Sabea og Dedan, og synir Dedans voru þeir Assurim og Letusim og Leomim.4Og synir Midians: Efa og Esfer og Henok og Abida og Eldaa, allir þessir eru Keturusynir.5Og Abraham gaf Ísak allt sem hann átti.6En sonum þeim sem Abraham hafði átt með hjákonunum, gaf hann gjafir, og lét þá fara austur í landið, til austurs, meðan hann enn var á lífi, frá syni sínum Ísak.7Þetta er sá aldur sem Abraham lifði: hundrað og sjötíu og fimm ár.
8Og Abraham andaðist og dó í góðri elli, gamall og saddur lífdaga; og safnaðist til síns fólks.9Og Ísak og Ísmael synir hans jörðuðu hann í hellirnum í Makfela á akri Efrons sonar Sosars Hetitans, fyrir austan Mamre;10á þeim akri sem Abraham keypti af Hetssonum; þar var Abraham jarðaður og Sara kona hans.11Og það skeði, að eftir andlát Abrahams blessaði Guð Ísak son hans. Og Ísak bjó hjá þeim brunni sem heitir: Brunnur hins lifanda er sér ráð.
122.) Þetta er ættartal Ísmaels Abrahamssonar, þess sem Hagar hin egypska, ambátt Söru, fæddi honum.13Og þessi eru nöfn Ísmaelssona með þeirra nöfnum, eftir þeirra kynþáttum. Nebajot var hans frumgetin son, svo Kedar og Abdeel og Mibsam,14og Misma og Duma og Massa,15og Hadar og Tema, Jetúr, Nafis og Kedma.16Þessir eru synir Ísmaels, og þessi þeirra nöfn, eftir þeirra beitarhíbýlum, og tjaldgirðingum *); tólf voru höfðingjar þeirra ættkvísla.17Þetta varð aldur Ísmaels: hundrað þrjátíu og sjö ár, þá dó hann og sálaðist, og safnaðist til síns fólks.18Og þeir bjuggu frá Hevila til Súr, fyrir austan Egyptaland, í stefnu til Assyriu; fyrir austan alla sína bræður, tók hann (Ísmael) sér bústað.19Þetta er saga Ísaks Abrahams sonar. Abraham átti Ísak;20og Ísak var fjörutíu ára gamall, þegar hann giftist Rebekku, dóttir Betuels hins syrlenska, úr Mesopotamiu, systur Labans þess syrlenska.
213.) Og Ísak bað Drottin fyrir konu sinni, því hún var óbyrja, og Drottinn bænheyrði hann, og Rebekka kona hans varð ólétt.22Og þá börnin hnitluðust við með henni, sagði hún: sé það svona, því er eg þá (orðin þunguð) og hún fór að spyrja Drottin.23En Drottinn svaraði henni: þú gengur með tvær þjóðir, og tveir ættleggir munu af þínu skauti koma; annar verður sterkari en hinn, og sá stærri mun þjóna þeim minni.24Og er hennar dagar voru liðnir að hún skyldi fæða, sjá! þá voru tvíburar í hennar kviði.25Og hinn fyrri kom í ljós; hann var rauðleitur og allur loðinn sem (gæra) fat úr hári og þeir kölluðu hann Esau (loðinn).26Og eftir það kom bróðir hans í ljós, og hann hélt um hælinn á Esau, og menn kölluðu nafn hans Jakob. (Hælhaldari). Ísak var 60 ára þá þeir fæddust.27En sem sveinarnir voru orðnir stórir, gjörðist Esau sniðugur veiðimaður og akuryrkjumaður; en Jakob var góður maður og hélt sig að tjöldunum.28Og Ísak elskaði Esau, því honum smakkaðist vel hans veiði; en Rebekka elskaði Jakob.29Og einu sinni hafði Jakob matbúið rétt nokkurn, þegar Esau kom heim þreyttur af mörkinni;30þá sagði Esau til Jakobs: láttu mig smakka það rauða, þetta rauða þarna; því eg em þreyttur, af því var hann kallaður Rauður (Edom).31Og Jakob mælti: seldu mér fyrst þinn frumburðarrétt!32Og Esau mælti: eg er kominn í dauðann; hvað stoðar mig minn frumburðarréttur?33Og Jakob mælti: vinn þú mér þá í dag eið að því! og hann sór honum, og seldi Jakob sinn frumburðarrétt.34Og Jakob gaf Esau brauð og baunaréttinn og hann át og drakk og stóð upp og gekk burt. svo lítils matti Esau sinn frumburðarrétt!

*) V. 16. forðum voru sumir arabiskir með hjarðir sínar í afdölum eða á fjöllum og lágu við hellra eða þar sem þeir gátu haft vígi og lágu þar þá tjaldlausir; sumir þar á mót voru í tjöldum á sléttlendi; en höfðu girðingar kringum þessi tjöld svo ógreiðara væri að gjöra þeim árás. Því þar var hvers hönd móti öðrum.